Þarf að virkja „danska Ómar“ og spila svona í dag | Myndband Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 13:15 Ómar Ingi Magnússon þarf að spila vel á móti Þýskalandi í dag. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins í handbolta, hefur ekki verið að finna sig á HM 2019 og sat til dæmis á bekknum allan seinni hálfleikinn á móti Makedóníu í síðasta leik. Þessi útsjónarsami Selfyssingur, sem spilar með stórliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, er aðeins búinn að skora ellefu mörk á mótinu (2,2 að meðaltali í leik) og gefa sjö stoðsendingar (1,4 að meðaltali í leik). Markafjöldinn kemur minna á óvart en lág tala stoðsendinga því Ómar er ótrúlega klókur og klár spilari sem gerir mikið af því að finna samherja sína. Yfirsýn Ómars á velli er hans helsta vopn. Ómar Ingi hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og er stoðsendingahæstur í þeirri sterku deild eftir 18 umferðir með 80 stoðsendingar eða 4,4 að meðaltali í leik. Hann er tíu stoðsendingum á undan næstum mönnum sem eru Chris Holm Jörgensen hjá SönderjyskE og Martin Nyberg, leikmaður TMS Ringsted. Báðir hafa gefið 70 stoðsendingar. Facebook-síða dönsku úrvalsdeildarinnar valdi hárréttan tíma til að minna Ómar Inga á eigið ágæti en það birti myndband honum til heiðurs í dag með nokkrum vel völdum stoðsendingum og nú er bara að vona að það keyri skyttuna í gang fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29 Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00 Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins í handbolta, hefur ekki verið að finna sig á HM 2019 og sat til dæmis á bekknum allan seinni hálfleikinn á móti Makedóníu í síðasta leik. Þessi útsjónarsami Selfyssingur, sem spilar með stórliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, er aðeins búinn að skora ellefu mörk á mótinu (2,2 að meðaltali í leik) og gefa sjö stoðsendingar (1,4 að meðaltali í leik). Markafjöldinn kemur minna á óvart en lág tala stoðsendinga því Ómar er ótrúlega klókur og klár spilari sem gerir mikið af því að finna samherja sína. Yfirsýn Ómars á velli er hans helsta vopn. Ómar Ingi hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og er stoðsendingahæstur í þeirri sterku deild eftir 18 umferðir með 80 stoðsendingar eða 4,4 að meðaltali í leik. Hann er tíu stoðsendingum á undan næstum mönnum sem eru Chris Holm Jörgensen hjá SönderjyskE og Martin Nyberg, leikmaður TMS Ringsted. Báðir hafa gefið 70 stoðsendingar. Facebook-síða dönsku úrvalsdeildarinnar valdi hárréttan tíma til að minna Ómar Inga á eigið ágæti en það birti myndband honum til heiðurs í dag með nokkrum vel völdum stoðsendingum og nú er bara að vona að það keyri skyttuna í gang fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29 Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00 Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29
Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00