Vítabaninn Björgvin vaknaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. janúar 2019 10:00 Fréttablaðið Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira
Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Sjá meira