Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 09:00 Arnar Freyr sáttur og sæll á æfingu gærkvöldsins. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43