Segir pressuna á Þjóðverjum fyrir baráttuna í Köln í kvöld Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 14:15 Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson á æfingu Íslands í gær. vísir/tom Stefán Rafn Sigurmannsson átti frábæran leik á móti Makedóníu þegar að Ísland tryggði sér farseðilinn í milliriðla HM 2019 í handbolta en hann og Bjarki Már Elísson hafa skipt vinstra horninu bróðurlega með sér. Brekkan er svo sannarlega brött fyrir kvöldið því okkar menn mæta gestgjöfum Þjóðverja í fyrsta leik í milliriðli klukkan 19.30 fyrir framan 20.000 æsta áhorfendur þýska liðsins. Okkar menn eru samt hvergi bangnir. „Tilfinningin er bara góð. Við erum allir bara nokkuð ferskir og klárir í þennan leik. Okkur líður vel. Pressan er öll á þeim með fulla höll á bak við sig þannig að við höfum engu að tapa og förum í hann á fullum krafti,“ segir Stefán Rafn. Ísland stóð í Króatíu og Evrópumeisturum Spánar í riðlakeppninni áður en það fór af stað og vann þrjá leik í röð á leið sinni til Kölnar. Markmiðið í kvöld er skýrt. „Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við erum búnir að sýna að við getum unnið alla. Við spiluðum vel á móti Króatíu sem er eitt besta liðið á þessu móti. Það eru skýr markmið fyrir hvern einasta leik að við viljum vinna hvern einasta leik,“ segir Stefán Rafn. Þýska liðið er undir mikilli pressu að sögn Stefáns Rafns sem hefur aðeins fylgst með umræðunni um leikinn í þýskum miðlum en hann spilaði í nokkur ár með Rhein-Neckar Löwen. „Ég er búinn að sjá nokkuð viðtöl við þá og þeir vita að við erum góðir en líka að við erum með ungt lið. Þessir ungu gaurar hjá okkur eru bara búnir að sýna að þeir eru skynsamir og flottir,“ segir Stefán Rafn sem tekur undir það að sóknarleikur Íslands verður að vera betri í kvöld en hann hefur verið. „Við vorum á myndbandsfundi áðan þar sem að við fórum yfir það sem við getum gert betur. Varnarleikurinn er búinn að vera flottur en við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í sóknarleiknum,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson átti frábæran leik á móti Makedóníu þegar að Ísland tryggði sér farseðilinn í milliriðla HM 2019 í handbolta en hann og Bjarki Már Elísson hafa skipt vinstra horninu bróðurlega með sér. Brekkan er svo sannarlega brött fyrir kvöldið því okkar menn mæta gestgjöfum Þjóðverja í fyrsta leik í milliriðli klukkan 19.30 fyrir framan 20.000 æsta áhorfendur þýska liðsins. Okkar menn eru samt hvergi bangnir. „Tilfinningin er bara góð. Við erum allir bara nokkuð ferskir og klárir í þennan leik. Okkur líður vel. Pressan er öll á þeim með fulla höll á bak við sig þannig að við höfum engu að tapa og förum í hann á fullum krafti,“ segir Stefán Rafn. Ísland stóð í Króatíu og Evrópumeisturum Spánar í riðlakeppninni áður en það fór af stað og vann þrjá leik í röð á leið sinni til Kölnar. Markmiðið í kvöld er skýrt. „Við förum inn í alla leiki til að vinna. Við erum búnir að sýna að við getum unnið alla. Við spiluðum vel á móti Króatíu sem er eitt besta liðið á þessu móti. Það eru skýr markmið fyrir hvern einasta leik að við viljum vinna hvern einasta leik,“ segir Stefán Rafn. Þýska liðið er undir mikilli pressu að sögn Stefáns Rafns sem hefur aðeins fylgst með umræðunni um leikinn í þýskum miðlum en hann spilaði í nokkur ár með Rhein-Neckar Löwen. „Ég er búinn að sjá nokkuð viðtöl við þá og þeir vita að við erum góðir en líka að við erum með ungt lið. Þessir ungu gaurar hjá okkur eru bara búnir að sýna að þeir eru skynsamir og flottir,“ segir Stefán Rafn sem tekur undir það að sóknarleikur Íslands verður að vera betri í kvöld en hann hefur verið. „Við vorum á myndbandsfundi áðan þar sem að við fórum yfir það sem við getum gert betur. Varnarleikurinn er búinn að vera flottur en við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í sóknarleiknum,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43