Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 21:48 Trump er sagður hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd um viðskipti sín í Rússlandi. EPA/ Jim Lo Scalzo / Jason Szenes Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er sagður hafa skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga að Bandaríkjaþingi um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu. Fréttastofa Buzzfeed greinir frá þessu og vitnar til tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem vinna að rannsókn málsins. Lögfræðingurinn Michael Cohen var í desember síðastliðnum dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, meðal annars fyrir það að hafa logið að þingnefnd varðandi fyrirætlanir um byggingu Trump-turns í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Cohen fór fyrir viðræðum um bygginguna fyrir hönd Donald Trump sem þá var í miðju forsetaframboði. Á þeim tíma þvertók Trump fyrir það að eiga í viðskiptum á rússneskri grundu. Samkvæmt uppljóstrunum Buzzfeed News greindi Cohen reglulega frá framgangi hans í viðræðunum. Dóttir Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, elsti sonur hans, Donald yngri, og forsetinn sjálfur munu hafa fengið upplýsingarnar frá Cohen. Cohen játaði í nóvember að hafa logið að þingnefndinni um málið en hann tjáði henni að viðræðum í Rússlandi hefði verið hætt í janúar 2016, nokkrum mánuðum áður en viðræðum var í raun slitið. Buzzfeed hefur það eftir nafnlausum heimildum sínum að Cohen hafi uppljóstrað því við saksóknara að Trump hafi skipað honum að ljúga með þessum hætti, til þess að tengsl Trump við Rússa á þeim tíma kæmu ekki í ljós. Nú hafa þingmenn Demókrata ákveðið að hefja rannsókn vegna fréttaflutnings Buzzfeed News.Í frétt CBS um málið kemur fram að einn talsmanna Hvíta Hússins, Hogan Gidley, hafi ekki viljað neita ásökunum á hendur forsetanum með beinum hætti í dag. Gidley sagði það þó furðulegt að taka Buzzfeed trúanlegu og sagði þetta enn eitt dæmið um falsfréttir sem forsetinn þarf að þola. Trump hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en á Twitter síðu hans vildi hann minna fylgjendur sína á óheiðarleika Cohen sem væri að ljúga til þess að minnka refsinguna sem hann þarf að þola.Kevin Corke, @FoxNews “Don’t forget, Michael Cohen has already been convicted of perjury and fraud, and as recently as this week, the Wall Street Journal has suggested that he may have stolen tens of thousands of dollars....” Lying to reduce his jail time! Watch father-in-law! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 18, 2019 Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Trump, gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði ásakanirnar vera rangar. Einnig sagði hann í viðtali við Washington Post að hann gæti boðið hverjum þeim sem trúir Cohen frábært tilboð til kaupa á Brooklyn-brúnni í New York. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er sagður hafa skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga að Bandaríkjaþingi um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu. Fréttastofa Buzzfeed greinir frá þessu og vitnar til tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem vinna að rannsókn málsins. Lögfræðingurinn Michael Cohen var í desember síðastliðnum dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, meðal annars fyrir það að hafa logið að þingnefnd varðandi fyrirætlanir um byggingu Trump-turns í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Cohen fór fyrir viðræðum um bygginguna fyrir hönd Donald Trump sem þá var í miðju forsetaframboði. Á þeim tíma þvertók Trump fyrir það að eiga í viðskiptum á rússneskri grundu. Samkvæmt uppljóstrunum Buzzfeed News greindi Cohen reglulega frá framgangi hans í viðræðunum. Dóttir Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, elsti sonur hans, Donald yngri, og forsetinn sjálfur munu hafa fengið upplýsingarnar frá Cohen. Cohen játaði í nóvember að hafa logið að þingnefndinni um málið en hann tjáði henni að viðræðum í Rússlandi hefði verið hætt í janúar 2016, nokkrum mánuðum áður en viðræðum var í raun slitið. Buzzfeed hefur það eftir nafnlausum heimildum sínum að Cohen hafi uppljóstrað því við saksóknara að Trump hafi skipað honum að ljúga með þessum hætti, til þess að tengsl Trump við Rússa á þeim tíma kæmu ekki í ljós. Nú hafa þingmenn Demókrata ákveðið að hefja rannsókn vegna fréttaflutnings Buzzfeed News.Í frétt CBS um málið kemur fram að einn talsmanna Hvíta Hússins, Hogan Gidley, hafi ekki viljað neita ásökunum á hendur forsetanum með beinum hætti í dag. Gidley sagði það þó furðulegt að taka Buzzfeed trúanlegu og sagði þetta enn eitt dæmið um falsfréttir sem forsetinn þarf að þola. Trump hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en á Twitter síðu hans vildi hann minna fylgjendur sína á óheiðarleika Cohen sem væri að ljúga til þess að minnka refsinguna sem hann þarf að þola.Kevin Corke, @FoxNews “Don’t forget, Michael Cohen has already been convicted of perjury and fraud, and as recently as this week, the Wall Street Journal has suggested that he may have stolen tens of thousands of dollars....” Lying to reduce his jail time! Watch father-in-law! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 18, 2019 Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Trump, gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði ásakanirnar vera rangar. Einnig sagði hann í viðtali við Washington Post að hann gæti boðið hverjum þeim sem trúir Cohen frábært tilboð til kaupa á Brooklyn-brúnni í New York.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07
Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45