Borche: Tókum þennan leik eins alvarlega og úrslitaleik á HM Gabríel Sighvatsson í Smáranum skrifar 18. janúar 2019 21:14 Borche Ilievski stýrir liði ÍR af mikilli kænsku vísir/daníel ÍR vann 68-99 stórsigur á Breiðabliki í Domino's deild karla í kvöld. Sigurinn hefði getað verið mun stærri en ÍR-ingar slökuðu á í loka fjórðungnum eftir að hafa kafkeyrt Blika í þeim þriðja. „Frammistaðan var frábær, ég var mjög ánægður. Mér fannst við klára verkefnið í 3. leikhluta, þá reyndi ég að hvíla leikmenn, við eigum bikarleik á mánudag gegn Skallagrími. Við gáfum öllum tækifæri.“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir stórsigurinn í kvöld. „Miðað við hvað hefur gerst undanfarið í leikjum varaði ég leikmenn mína við, þeir þurftu að halda áfram og byrja 3. leikhluta eins og staðan væri 0-0. Þeir fylgdu leiðbeiningum mínum og gáfu allt sitt í þetta. Við bjuggum okkur undir svæðisvörn alla vikuna og það var klárlega að virka.“ Borche bjóst ekki við þessum stórsigri eins og raunin varð. „Breiðablik er gott lið, við tókum þennan leik mjög alvarlega, eins og úrslitaleik á HM. Þetta var leikur sem við þurftum að vinna og ég virði hvernig leikmennirnir nálguðust leikinn og héldu áfram alveg til enda, ég hafði engar áhyggjur en í hálfleik töluðum við um úrslit gærdagsins, þar sem ég varaði leikmenn mína við og þeir svöruðu því vel.“ ÍR á leiki við Skallagrím framundan, bæði í deild og bikar. „Þetta verður erfiður leikur, ég get sagt af reynslu minni við Breiðablik, þeir spila svipaðan bolta. Við höfum lítinn tíma til að undirbúa okkur en við vitum styrkleika og veikleika þeirra. Þetta er útsláttarleikur og ég vona að við getum nýtt okkur úrslitin í kvöld og heimavöllinn gegn þeim en það er erfitt að spila gegn þeim en við reynum að koma með gott leikskipulag.“ Þrátt fyrir stutta hvíld fyrir næsta leik hjálpaði það að Borche gat leyft sér að hvíla leikmenn í lok leiks þegar sigurinn var í höfn. „Eins og ég sagði, ég hvíldi Matta því hann er ekki búinn að jafna sig 100 prósent, Hákon var ekki með og það var ákveðið vandamál fyrir mig en ég gaf Skúla mínútur í kvöld, hann var frábær varnarlega. Svo fengu ungu mennirnir Hafliði og Óli mínútur og þeir gátu gefið gömlu mönnunum góða hvíld og almennt er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum í kvöld.“ sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 68-99| Breiðhyltingar völtuðu yfir Blika ÍR átti ekki í neinum vandræðum með lið Breiðabliks í Domino's deild karla í kvöld 18. janúar 2019 21:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
ÍR vann 68-99 stórsigur á Breiðabliki í Domino's deild karla í kvöld. Sigurinn hefði getað verið mun stærri en ÍR-ingar slökuðu á í loka fjórðungnum eftir að hafa kafkeyrt Blika í þeim þriðja. „Frammistaðan var frábær, ég var mjög ánægður. Mér fannst við klára verkefnið í 3. leikhluta, þá reyndi ég að hvíla leikmenn, við eigum bikarleik á mánudag gegn Skallagrími. Við gáfum öllum tækifæri.“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir stórsigurinn í kvöld. „Miðað við hvað hefur gerst undanfarið í leikjum varaði ég leikmenn mína við, þeir þurftu að halda áfram og byrja 3. leikhluta eins og staðan væri 0-0. Þeir fylgdu leiðbeiningum mínum og gáfu allt sitt í þetta. Við bjuggum okkur undir svæðisvörn alla vikuna og það var klárlega að virka.“ Borche bjóst ekki við þessum stórsigri eins og raunin varð. „Breiðablik er gott lið, við tókum þennan leik mjög alvarlega, eins og úrslitaleik á HM. Þetta var leikur sem við þurftum að vinna og ég virði hvernig leikmennirnir nálguðust leikinn og héldu áfram alveg til enda, ég hafði engar áhyggjur en í hálfleik töluðum við um úrslit gærdagsins, þar sem ég varaði leikmenn mína við og þeir svöruðu því vel.“ ÍR á leiki við Skallagrím framundan, bæði í deild og bikar. „Þetta verður erfiður leikur, ég get sagt af reynslu minni við Breiðablik, þeir spila svipaðan bolta. Við höfum lítinn tíma til að undirbúa okkur en við vitum styrkleika og veikleika þeirra. Þetta er útsláttarleikur og ég vona að við getum nýtt okkur úrslitin í kvöld og heimavöllinn gegn þeim en það er erfitt að spila gegn þeim en við reynum að koma með gott leikskipulag.“ Þrátt fyrir stutta hvíld fyrir næsta leik hjálpaði það að Borche gat leyft sér að hvíla leikmenn í lok leiks þegar sigurinn var í höfn. „Eins og ég sagði, ég hvíldi Matta því hann er ekki búinn að jafna sig 100 prósent, Hákon var ekki með og það var ákveðið vandamál fyrir mig en ég gaf Skúla mínútur í kvöld, hann var frábær varnarlega. Svo fengu ungu mennirnir Hafliði og Óli mínútur og þeir gátu gefið gömlu mönnunum góða hvíld og almennt er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum í kvöld.“ sagði Borche að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 68-99| Breiðhyltingar völtuðu yfir Blika ÍR átti ekki í neinum vandræðum með lið Breiðabliks í Domino's deild karla í kvöld 18. janúar 2019 21:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 68-99| Breiðhyltingar völtuðu yfir Blika ÍR átti ekki í neinum vandræðum með lið Breiðabliks í Domino's deild karla í kvöld 18. janúar 2019 21:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti