Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:30 Seðlabankinn á mikið málverkasafn en nekt líkt og á meðfylgjandi mynd eftir Gunnlaug Blöndal fær ekki að prýða veggi bankans. Fréttablaðið/Anton Brink Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira