Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:03 WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira