Handbolti

Elvar Örn fékk nýja bolamynd af sér með Bjögga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sjá þessi krútt.
Sjá þessi krútt. mynd/instagram.com/bjoggi
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti frábærar myndir á Instagram í dag í tengslum við tíu ára áskorunina sem tröllríður nú öllu.

Myndirnar eru af honum og Selfyssingnum Elvari Erni Jónssyni sem er nú á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. Eldri myndin er ekki einu sinni tíu ára gömul heldur frá árinu 2011.

Þá var Elvar Örn ungur stuðningsmaður landsliðsins og fékk góða bolamynd af sér með Bjögga. Nú er hann að lifa drauminn og spila á stórmóti með hetjunni sinni.

„Höfum varla breyst,“ skrifar Elvar við myndina og við leyfum lesendum að dæma um það.



 
 
 
View this post on Instagram
#10yearchallenge #strakarnirokkar

A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST


Tengdar fréttir

Norðurlöndin eiga bestu markverðina á HM

Þrír bestu markverðir riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku koma allir úr landsliðum frá Norðurlöndum. Niklas Landin er eini markvörðurinn sem varði fleiri skot í riðlakeppninni en íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×