Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur 17. janúar 2019 19:36 Arnór Þór Gunnarsson skoraði tíu mörk og fékk sex í einkunn, eða fullt hús. Frábær leikur og frábært mót hjá honum. Hér fagnar marki einu marka sinna. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið vann dýrmætan tveggja marka sigur á Makedóníu, 24-22, í fimmta og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti í milliriðli. Með sigrinum er öruggt að þetta unga lið Íslands verður meðal tólf efstu liðanna á heimsmeistaramótinu í ár. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik og þá einkum í sóknarleiknum sem gekk ekki vel í byrjun. Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson breytti því með frábærri innkomu. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tíu mörk í leiknum þar af fjögur þeirra eftir að hafa skorað í tómt markið á meðan Makedónar voru að skipta markverði sínum aftur inn á völlinn. Íslenska liðið fékk aðeins 9 mörk á sig í seinni hálfleiknum og vann hann með fjórum mörkum eða 13-9. Varnarleikur íslenska liðsins var frábær á móti stórum, þungum og sterkum mótherjum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Arnór Þór Gunnarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda var hann í heimsklassa. Fjórir leikmenn og þjálfarinn fá líka fimm í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld. Það eru markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, ungi leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og varnarmennirnir Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Gústafsson. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Makedóníu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(13 varin skot- 55:32 mín.) Var hans langbesti leikur í langan tíma á móti alvöru liði. Minnti okkur svolítið á það að hann er enn þá til eins og í Peking 2008.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(1 mark - 30:00 mín.) Frábært eintak en kæruleysi í vítakasti á ögurstundu á ekki að sjást. Frábær leikmaður en þetta viljum við ekki sjá.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(2 mörk - 51:14 mín.) Ekki hans besti landsleikur en hins vegar afar mikilvægur fyrir liðið og stýrði því vel. Má ekki gleyma því að hann var tekinn afar föstum tökum og var því lengi vel í vandræðum sóknarlega.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4(2 mörk - 39:56 mín.) Frábær varnarlega. Auðvitað viljum við fá meira frá honum sóknarlega en það má ekki gleyma að hann er á stóra sviðinu í fyrsta skiptið og hann hefur verið frábær í öllum leikjum Íslands á mótinu.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(2 mörk - 12:05 mín.) Hefur verið í miklum vandræðum sóknarlega. Enginn efast um hæfileikana en auðvitað er hann ungur. Á komandi árum mun hann væntanlega bæta við sig. Engu að síður góður leikmaður sem á að geta gert betur.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 6(10 mörk - 55:08 mín.) Var að spila sinn hundraðasta landsleik og var magnaður. Algjörlega frábær. Svona eintök eru gulls ígildi og maður hugsar bara þegar maður sér hann inn á vellinum eins og í þessum leik. Mallarnir, er hægt að finna fleiri slíka?Arnar Freyr Arnarsson, lína - 5(2 mörk - 58:07 mín.) Hans langbesti leikur í keppninni. Var frábær varnarlega og skilaði sínu sóknarlegsa. Núna var hann aftar en í síðustu leikjum og allt annað að sjá til hans. Frábær frammistaða.Ólafur Gústafsson, vörn - 5(3 stopp - 36:03 mín.) Var algjörlega magnaður í varnarleik íslenska liðsins. Rétt eins og hjá kollega hans í miðri vörninni þá hjálpaði það honum að þeir voru ekki eins framarlega og í síðustu leikjum. Varnarleikur hans í kvöld var meistarastykki.Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæra innkomu.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5(1 mark - 21:54 mín.) Kom inn í fyrri hálfleik þegar Makedónar voru svolítið búnir að slá okkur út af laginu með 5:1 vörninni. Hraði hans og kraftur gjörbreytti leiknum fyrir íslenska liðið. Átján ára gamall veit hann upp á hár hverjir eru hans styrkleikar og hann notaði þá í leiknum út í yrstu æsar. Það var unun að horfa á hann spila þennan leik.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(2 mörk - 30:00 mín.) Kom inn í leikinn í hálfleik fyrir Stefán Rafn. Gríðarlega öflugur af teig og skoraði mörk sem skiptu verulegu máli.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(0 mörk - 9:20 mín.) Var frábær varnarlega. Það er ekki einfalt mál að vera skipt inn og út í vörn og sókn stöðugt allan leikinn. Hann stóðst það álag. Þótt að hann hafi ekki skorað þá var hann að spila vel og fiskaði víti á mikilvægum tíma. Varnarleikur hans var upp á tíu.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 4(1 mark - 14:14 mín.) Það er ekki einfalt mál fyrir ungan mál að koma inn á þetta svið og eiga að standa sig í stykkinu. Hann æfði ekki með liðinu fyrir þetta mót, var ekki valinn, en það er eitthvað sem segir okkur að þessi Teitur eigi eftir að vera heitur á næstu árum.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði of lítiðDaníel Þór Ingason, vörn - spilaði ekkertÝmir Örn Gíslason, lína - spilaði ekkiÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson gaf sig allan í leikinn og tókst að lesa Makedónana og breyta leiknum.Vísir/EPAGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Var trúr sinni sannfæringu og notaði hyggjuvitið og reynsluna í aðdraganda mótsins. Brást strax við í fyrri hálfleik þegar Makedónía fór í 5:1 vörn. Reyndi að finna lausnir. Seinni hálfleikurinn var í raun meistarastykki varnarlega. Hann lét strákana keyra á Makedóníumennina þegar hann vissi að orkan þeirra var að klárast. Gleymum því ekki að hann er í raun bara með krakka í liðinu sínu sem hann þarf að gera að mönnum á næstu árum. Ef einhverjum tekst það þá tekst honum það.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann dýrmætan tveggja marka sigur á Makedóníu, 24-22, í fimmta og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti í milliriðli. Með sigrinum er öruggt að þetta unga lið Íslands verður meðal tólf efstu liðanna á heimsmeistaramótinu í ár. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik og þá einkum í sóknarleiknum sem gekk ekki vel í byrjun. Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson breytti því með frábærri innkomu. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tíu mörk í leiknum þar af fjögur þeirra eftir að hafa skorað í tómt markið á meðan Makedónar voru að skipta markverði sínum aftur inn á völlinn. Íslenska liðið fékk aðeins 9 mörk á sig í seinni hálfleiknum og vann hann með fjórum mörkum eða 13-9. Varnarleikur íslenska liðsins var frábær á móti stórum, þungum og sterkum mótherjum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Arnór Þór Gunnarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda var hann í heimsklassa. Fjórir leikmenn og þjálfarinn fá líka fimm í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld. Það eru markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, ungi leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og varnarmennirnir Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Gústafsson. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Makedóníu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(13 varin skot- 55:32 mín.) Var hans langbesti leikur í langan tíma á móti alvöru liði. Minnti okkur svolítið á það að hann er enn þá til eins og í Peking 2008.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(1 mark - 30:00 mín.) Frábært eintak en kæruleysi í vítakasti á ögurstundu á ekki að sjást. Frábær leikmaður en þetta viljum við ekki sjá.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(2 mörk - 51:14 mín.) Ekki hans besti landsleikur en hins vegar afar mikilvægur fyrir liðið og stýrði því vel. Má ekki gleyma því að hann var tekinn afar föstum tökum og var því lengi vel í vandræðum sóknarlega.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4(2 mörk - 39:56 mín.) Frábær varnarlega. Auðvitað viljum við fá meira frá honum sóknarlega en það má ekki gleyma að hann er á stóra sviðinu í fyrsta skiptið og hann hefur verið frábær í öllum leikjum Íslands á mótinu.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(2 mörk - 12:05 mín.) Hefur verið í miklum vandræðum sóknarlega. Enginn efast um hæfileikana en auðvitað er hann ungur. Á komandi árum mun hann væntanlega bæta við sig. Engu að síður góður leikmaður sem á að geta gert betur.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 6(10 mörk - 55:08 mín.) Var að spila sinn hundraðasta landsleik og var magnaður. Algjörlega frábær. Svona eintök eru gulls ígildi og maður hugsar bara þegar maður sér hann inn á vellinum eins og í þessum leik. Mallarnir, er hægt að finna fleiri slíka?Arnar Freyr Arnarsson, lína - 5(2 mörk - 58:07 mín.) Hans langbesti leikur í keppninni. Var frábær varnarlega og skilaði sínu sóknarlegsa. Núna var hann aftar en í síðustu leikjum og allt annað að sjá til hans. Frábær frammistaða.Ólafur Gústafsson, vörn - 5(3 stopp - 36:03 mín.) Var algjörlega magnaður í varnarleik íslenska liðsins. Rétt eins og hjá kollega hans í miðri vörninni þá hjálpaði það honum að þeir voru ekki eins framarlega og í síðustu leikjum. Varnarleikur hans í kvöld var meistarastykki.Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæra innkomu.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5(1 mark - 21:54 mín.) Kom inn í fyrri hálfleik þegar Makedónar voru svolítið búnir að slá okkur út af laginu með 5:1 vörninni. Hraði hans og kraftur gjörbreytti leiknum fyrir íslenska liðið. Átján ára gamall veit hann upp á hár hverjir eru hans styrkleikar og hann notaði þá í leiknum út í yrstu æsar. Það var unun að horfa á hann spila þennan leik.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(2 mörk - 30:00 mín.) Kom inn í leikinn í hálfleik fyrir Stefán Rafn. Gríðarlega öflugur af teig og skoraði mörk sem skiptu verulegu máli.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(0 mörk - 9:20 mín.) Var frábær varnarlega. Það er ekki einfalt mál að vera skipt inn og út í vörn og sókn stöðugt allan leikinn. Hann stóðst það álag. Þótt að hann hafi ekki skorað þá var hann að spila vel og fiskaði víti á mikilvægum tíma. Varnarleikur hans var upp á tíu.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 4(1 mark - 14:14 mín.) Það er ekki einfalt mál fyrir ungan mál að koma inn á þetta svið og eiga að standa sig í stykkinu. Hann æfði ekki með liðinu fyrir þetta mót, var ekki valinn, en það er eitthvað sem segir okkur að þessi Teitur eigi eftir að vera heitur á næstu árum.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði of lítiðDaníel Þór Ingason, vörn - spilaði ekkertÝmir Örn Gíslason, lína - spilaði ekkiÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson gaf sig allan í leikinn og tókst að lesa Makedónana og breyta leiknum.Vísir/EPAGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Var trúr sinni sannfæringu og notaði hyggjuvitið og reynsluna í aðdraganda mótsins. Brást strax við í fyrri hálfleik þegar Makedónía fór í 5:1 vörn. Reyndi að finna lausnir. Seinni hálfleikurinn var í raun meistarastykki varnarlega. Hann lét strákana keyra á Makedóníumennina þegar hann vissi að orkan þeirra var að klárast. Gleymum því ekki að hann er í raun bara með krakka í liðinu sínu sem hann þarf að gera að mönnum á næstu árum. Ef einhverjum tekst það þá tekst honum það.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00