May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:41 Búast má við því að gestkvæmt verði í Downing-stræti 10 í dag. Vísir/EPA Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15
Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20