Húsnæði í snotrum sikileyskum smábæ til sölu fyrir slikk Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 23:33 Sambuca liggur í fallegum Sikileyskum hæðum. Skjáskot/ Google Maps Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á. Ítalía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á.
Ítalía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira