Hnípin þjóð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:00 Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun