Handbolti

Króatar völtuðu yfir Barein

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Króatar áttu auðveldan leik í dag
Króatar áttu auðveldan leik í dag vísir/getty
Króatar unnu stórsigur á Barein og eru öruggir með sæti í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku.

Króatíska liðið gjörsamlega keyrði yfir lærisveina Arons Kristjánssonar í fyrri hálfleik og var staðan 19-9 þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik slakaði króatíska liðið aðeins á en sigurinn var þó aldrei í hættu, lokatölur 32-20. Króatía er því með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og Barein er enn án stiga á botninum.

Í D-riðli gerðu Ungverjar jafntefli við Egypta 30-30 eftir mikla spennu í lokin.

Framan af voru Ungverjar yfir í leiknum en Egyptar fóru á sex marka áhlaup og jöfnuðu leikinn. Staðan var 14-14 í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru það Egyptar sem tóku forystuna en Ungverjar náðu að komast inn í leikinn.

Ungverjar skorðuðu jöfnunarmark í blálokin og tryggðu 30-30 jafntefli. Stigið dugði þeim til þess að tryggja sig inn í milliriðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×