Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 17:06 Stefán Rafn Sigurmannsson kom sterkur inni í seinni hálfleikinn. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið mátti alls ekki tapa stigum í þessum leik og þótti mörgum spennan vera heldur of mikil í seinni hálfleik þegar Japönum tókst að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Íslensku strákarnir fengu þá góð ráð frá Guðmundi Guðmundssyni í leikhléi og tókst að klára leikinn og sigurinn nokkuð sannfærandi. Sigurinn tryggir liðinu úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Makedóníu á morgun. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Stefán Rafn Sigurmannsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en hann átti frábæran seinni hálfleik og gerði þá útslagið á mikilvægum tímapunktum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Japan:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4(12 varin skot- 58:32 mín.) Átti ekki sinn besta landsleik en varði afar mikilvæg skot og ekki síst í upphafi seinni hálfleiks þegar það skipti verulegu máli.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(1 mark - 30:00 mín.) Fékk ekki boltann í horninu lengi framan af leik. Verður ekki sakaður um að hafa ekki staðið sig. Hann fékk bara ekki boltann og það var leikur liðsins í hnotskurn.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3(2 mörk - 40:54 mín.) Var langt frá sínu besta í leiknum. Skoraði hinsvegar mikilvægt mark undir lok leiksins sem skipti mikli máli. Það sást langar leiðir að það var mikil ábyrgð á hans herðum og fyrir vikið var hann á köflum mjög passívur.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(3 mörk - 42:58 mín.) Var í vandræðum á báðum endum vallarins í þessum leik sem er eðlilegt. Hann er að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann eigi marga góða leiki í röð.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(3 mörk - 18:56 mín.) Var afar slakur í fyrri hálfleik. Tók hinsvegar við sér í þeim síðari og gerði þá oft vel. Þarf aftur á móti að gera mikið betur gegn Makedóníu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4(5 mörk - 55:58 mín.) Enn og aftur var mjög góð frammistaða hjá Arnóri og heilt yfir mjög góður leikur. Hefur verið einn besti leikmaður Íslands í keppninni til þessa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 51:13 mín.) Átti ekki góðan dag. Var í miklum vandræðum í vörninni og virkaði seinn og þungur. Í sókninni allt í lagi frammistaða.Ólafur Gústafsson, vörn - 3(8 stopp - 35:54 mín.) Líklega slakasti leikur hans í keppninni varnarlega. Var í miklum vandræðum gegn kviku japönsku liði eins og öll miðjublokk Íslands var í raun allan leikinn.Ólafur Guðmundsson.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 30:41 mín.) Átti skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn. Byrjaði frábærlega en takturinn datt niður í fyrri hálfleik. Kom til baka í þeim síðari, skilaði sínu og ekkert yfir hans frammistöðu að kvarta.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 5(5 mörk - 30:15 mín.) Líklega besti leikmaður Ísland í leiknum. Spilaði frábæran síðari hálfeik. Skilaði afar mikilvægum mörkum á ögurstundu sem í raun skiluðu sigrinum í hús.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2(1 mark - 6.10 mín.) Kom inn af krafti þegar hann fékk tækifæri í fyrri hálfleik og skoraði gott mark. Eftir það slökknaði hreinlega á honum og hann náði ekki að sýna það sama og hann hafði gert í síðustu leikjum.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 8:47 mín.) Spilaði í raun alltof lítið. Innkoma hans í síðari hálfleik var mjög góð. Varnarleikurinn þéttist þegar hann kom inn. Hefði að ósekju mátt fá meiri spilatíma.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2(0 mörk - 6:10 mín.) Spilaði ekki mikið og fékk fá tækifæri. Hann reyndi að gera sitt og tók eitt skot. Leikurinn fer bara í reynslubankann hjá honum.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði of lítiðÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson.Vísir/EPAGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Þjálfarinn verður ekki sakaður um það að hafa ekki reynt. Hann hreyfði liðið í fyrri hálfleik og reyndi að finna lausnir sem hann í raun fann fyrir sóknarleikinn í seinni hálfleik. Auðvitað er ekki hægt að kvarta yfir varnarleiknum en menn hljóta að spyrja sig að hvort að það sé skynsamlegt að spila hann svona framarlega. Guðmundur var vel undirbúinn undir leikinn og það var ekki mikið sem kom honum á óvart í leik Japans. Hann er á góðri leið með liðið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið mátti alls ekki tapa stigum í þessum leik og þótti mörgum spennan vera heldur of mikil í seinni hálfleik þegar Japönum tókst að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Íslensku strákarnir fengu þá góð ráð frá Guðmundi Guðmundssyni í leikhléi og tókst að klára leikinn og sigurinn nokkuð sannfærandi. Sigurinn tryggir liðinu úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Makedóníu á morgun. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Stefán Rafn Sigurmannsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en hann átti frábæran seinni hálfleik og gerði þá útslagið á mikilvægum tímapunktum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Japan:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4(12 varin skot- 58:32 mín.) Átti ekki sinn besta landsleik en varði afar mikilvæg skot og ekki síst í upphafi seinni hálfleiks þegar það skipti verulegu máli.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(1 mark - 30:00 mín.) Fékk ekki boltann í horninu lengi framan af leik. Verður ekki sakaður um að hafa ekki staðið sig. Hann fékk bara ekki boltann og það var leikur liðsins í hnotskurn.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3(2 mörk - 40:54 mín.) Var langt frá sínu besta í leiknum. Skoraði hinsvegar mikilvægt mark undir lok leiksins sem skipti mikli máli. Það sást langar leiðir að það var mikil ábyrgð á hans herðum og fyrir vikið var hann á köflum mjög passívur.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(3 mörk - 42:58 mín.) Var í vandræðum á báðum endum vallarins í þessum leik sem er eðlilegt. Hann er að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann eigi marga góða leiki í röð.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(3 mörk - 18:56 mín.) Var afar slakur í fyrri hálfleik. Tók hinsvegar við sér í þeim síðari og gerði þá oft vel. Þarf aftur á móti að gera mikið betur gegn Makedóníu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4(5 mörk - 55:58 mín.) Enn og aftur var mjög góð frammistaða hjá Arnóri og heilt yfir mjög góður leikur. Hefur verið einn besti leikmaður Íslands í keppninni til þessa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 51:13 mín.) Átti ekki góðan dag. Var í miklum vandræðum í vörninni og virkaði seinn og þungur. Í sókninni allt í lagi frammistaða.Ólafur Gústafsson, vörn - 3(8 stopp - 35:54 mín.) Líklega slakasti leikur hans í keppninni varnarlega. Var í miklum vandræðum gegn kviku japönsku liði eins og öll miðjublokk Íslands var í raun allan leikinn.Ólafur Guðmundsson.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 30:41 mín.) Átti skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn. Byrjaði frábærlega en takturinn datt niður í fyrri hálfleik. Kom til baka í þeim síðari, skilaði sínu og ekkert yfir hans frammistöðu að kvarta.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 5(5 mörk - 30:15 mín.) Líklega besti leikmaður Ísland í leiknum. Spilaði frábæran síðari hálfeik. Skilaði afar mikilvægum mörkum á ögurstundu sem í raun skiluðu sigrinum í hús.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2(1 mark - 6.10 mín.) Kom inn af krafti þegar hann fékk tækifæri í fyrri hálfleik og skoraði gott mark. Eftir það slökknaði hreinlega á honum og hann náði ekki að sýna það sama og hann hafði gert í síðustu leikjum.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 8:47 mín.) Spilaði í raun alltof lítið. Innkoma hans í síðari hálfleik var mjög góð. Varnarleikurinn þéttist þegar hann kom inn. Hefði að ósekju mátt fá meiri spilatíma.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2(0 mörk - 6:10 mín.) Spilaði ekki mikið og fékk fá tækifæri. Hann reyndi að gera sitt og tók eitt skot. Leikurinn fer bara í reynslubankann hjá honum.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði of lítiðÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson.Vísir/EPAGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Þjálfarinn verður ekki sakaður um það að hafa ekki reynt. Hann hreyfði liðið í fyrri hálfleik og reyndi að finna lausnir sem hann í raun fann fyrir sóknarleikinn í seinni hálfleik. Auðvitað er ekki hægt að kvarta yfir varnarleiknum en menn hljóta að spyrja sig að hvort að það sé skynsamlegt að spila hann svona framarlega. Guðmundur var vel undirbúinn undir leikinn og það var ekki mikið sem kom honum á óvart í leik Japans. Hann er á góðri leið með liðið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Sjá meira