Handbolti

Topparnir í tölfræðinni á móti Japan: Hornamennirnir voru í aðalhlutverki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson lék vel eins og áður í mótinu.
Arnór Þór Gunnarsson lék vel eins og áður í mótinu. Getty/TF-Images/
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Japan á HM 2019, 25-21, í fjórða leik liðsins á mótinu. Annar sigur strákanna á mótinu en líklega slakasta frammistaðan.

Íslenska liðið náði þriggja marka forystu í upphafi leiks en í stað þess að keyra áfram yfir Japanana þá hleyptu strákarnir japanska liðinu aftur inn í leikinn.

Íslenska liðið náði 29 stoppum í leiknum og stal 7 boltum af Japönum þannig að varnarleikurinn var lengstum mjög góður. Sóknarleikurinn hefur oft verið mikið betri.

Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson voru í aðalhlutverki og markahæstu menn íslenska liðsins með fimm mörk hvor. Þeir nýttu báðir fimm af átta skotum sínum og voru með bestu einkunn okkar manna í sókninni.

Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Gústafsson stóðu vaktina mjög vel í vörninni og fengu báðir úrvalseinkunn fyrir frammistöðu sína í varnarleiknum.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fjórða leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Japan á HM 2019 -

Hver skoraði mest

1. Stefán Rafn Sigurmannsson 5/1

1. Arnór Þór Gunnarsson 5/2

3. Ólafur Guðmundsson 3

3. Ómar Ingi Magnússon 3

3. Elvar Örn Jónsson 3

6. Aron Pálmarsson 2

Hver varði flest skot:

1. Björgvin Páll Gústavsson 12/1 (36%)

Hver spilaði mest í leiknum

1. Björgvin Páll Gústavsson 58:32 mín.

2. Arnór Þór Gunnarsson 55:58 mín.

3. Arnar Freyr Arnarsson 51:13 mín.

4. Elvar Örn Jónsson 42:58 mín.

5. Aron Pálmarsson 40:54 mín.

6. Ólafur Gústafsson 35:54 mín.

7. Ólafur Guðmundsson 30:41 mín.

8. Stefán Rafn Sigurmannsson 30:15 mín.

9. Bjarki Már Elísson 30:00 mín.

Hver skaut oftast á markið

1. Elvar Örn Jónsson 7

2. Stefán Rafn Sigurmannsson 6

2. Arnór Þór Gunnarsson 6

4. Aron Pálmarsson 5

4. Ólafur Guðmundsson 5

4. Ómar Ingi Magnússon 5

Hver gaf flestar stoðsendingar

1. Aron Pálmarsson    4

2. Ómar Ingi Magnússon    3

3. Ólafur Guðmundsson    2

3. Gísli Þorgeir Kristjánsson    2

5. Ólafur Gústafsson    1

5. Elvar Örn Jónsson    1

Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar)

1. Ómar Ingi Magnússon 6 (3+3)

1. Aron Pálmarsson 6 (2+4)

3. Stefán Rafn Sigurmannsson 5 (5+0)

3. Ólafur Guðmundsson 5 (3+2)

3. Arnór Þór Gunnarsson 5 (5+0)

6. Elvar Örn Jónsson 4 (3+1)

7. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 (1+2)

Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz)

1. Ólafur Gústafsson 8

2. Elvar Örn Jónsson 4

2. Arnar Freyr Arnarsson 4

4. Aron Pálmarsson 3

4. Ólafur Guðmundsson 3

Hver tapaði boltanum oftast

1. Aron Pálmarsson 2

1. Ólafur Guðmundsson 2

Hver vann boltann oftast:

1. Arnór Þór Gunnarsson 2

1. Arnar Freyr Arnarsson 2

Hver varði flest skot í vörninni

1. Ólafur Guðmundsson 2

Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):

1. Stefán Rafn Sigurmannsson 8,0

2. Arnór Þór Gunnarsson 7,4

3. Ómar Ingi Magnússon 7,3

4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6,7

5. Ólafur Guðmundsson 6,6

6. Aron Pálmarsson 6,6

Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):

1. Arnar Freyr Arnarsson 9,4

2. Ólafur Gústafsson 8,7

3. Ólafur Guðmundsson 7,4

4. Elvar Örn Jónsson 7,3

5. Aron Pálmarsson 6,8

- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -

8 með langskotum

4 úr vinstra horni

3 með gegnumbrotum

3 úr hraðaupphlaupum (7 með seinni bylgju)

2 af línu

2 úr hægra horni

3 úr vítum

- Plús & mínus kladdinn í leiknum -

Mörk með langskotum: Japan +1 (9-8)

Mörk af línu:  Ísland +1 (2-1)

Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +4 (7-3)

Tapaðir boltar: Japan +3 (11-8)

Fiskuð víti: Ísland +1 (3-2)

Varin skot markvarða:  Ísland +2 (12-10)

Varin víti markvarða: Ísland +1 (1-0)

Misheppnuð skot: Japan +3 (18-15)

Löglegar stöðvanir: Ísland +20 (29-9)

Refsimínútur: Japan +2 mín (4-2)

- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -

Fyrri hálfleikurinn: Ísland +1 (13-12)

1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3)

11. til 20. mínúta: Japan +2 (5-3)

21. til 30. mínúta: Jafnt (4-4)

Seinni hálfleikurinn: Ísland +3 (12-9)

31. til 40. mínúta: Jafnt (3-3)

41. til 50. mínúta: Ísland +2 (5-3)

51. til 60. mínúta: Ísland +1 (4-3)

Byrjun hálfleikja: Ísland +3 (9-6)

Lok hálfleikja: Ísland +1 (8-7)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×