Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2019 12:30 Bjarni á fundi nefndarinnar í morgun. Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Það hefði verið dónaskapur að greiða ekki götuna fyrir því að slíkt samtal við utanríkisráðherra gæti átt sér stað að mati Bjarna. Bjarni sat fyrir svörum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun þar sem skipan sendiherra var rædd. Tilefnið var Klaustursupptakan svokallaða en þar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra, eftir að hafa sjálfur skipað Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington. „Það lágu til grundvallar þeirri ákvörðun ekki nein loforð af minni hálfu af nokkru tagi, hvorki fyrir né eftir, um að í staðinn fyrir þá skipan kæmi einhvers konar greiði,“ sagði Bjarni er hann var spurður um þetta af Helgu Völu Helgadóttur, formanni nefndarinnar.Horfa má á upptöku frá fundi nefndarinnar hér fyrir neðan. Guðlaugur Þór sat einnig fyrir svörum en Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð urðu ekki við ósk nefndarinnar um að mæta á fundinn. Sendu þeir frá sér yfirlýsingar sem lesnar voru upp í upphafi fundar.Áhugi Gunnars Braga aldrei ræddur í samhengi við loforð eða greiða Bjarni var einnig spurður út í fund sem hann átti með Sigmundi Davíð og Guðlaugi Þór í þinghúsinu síðastliðið haust. „Sigmundur Davíð kom á framfæri áhuga Gunnars Braga ef að möguleiki væri á því að starfa í utanríkisþjónustunni. Fundinn sat jafnframt Guðlaugur Þór og fór yfir þá stöðu að hann væri nú fyrst og fremst í þeirri stöðu að fækka sendiherrum,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki muna hver hafi átt frumkvæði að þeim fundi en ítrekaði Bjarni að á fundinum hafi verið ætlunin að Sigmundur Davíð fengi að heyra það beint frá utanríkisráðherra hvernig staðan væri í utanríkisþjónustunni. Aldrei hafi það komið til tals að Gunnar Bragi ætti inni greiða í tengslum við skipan Geirs sem sendiherra í Washington. „Í þessum samtölum eru þessi mál aldrei rædd í því samhengi að það sé verið að innheimta eitthvert loforð eða skuldbindingu. Heldur eingöngu verið að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga á því að kanna möguleikann á því að starfa í framtíðinni utanríkisþjónustunni,“ sagði Bjarni.MIðflokksmennirnir tveir mættu ekki á fundinn.Til í að greiða götu Jóns Þórs en lofar engu Sagði hann raunar að sér þætti það fullkomnlega eðlilegt að liðka fyrir því að þeir sem hafi áhuga á slíkum störfum geti átt slíkt samtal við utanríkisráðherra.„Ég verð að segja það alveg eins og er að mér þætti það raunar dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkri beiðni og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi, einhverju eðlilegu samhengi, þá sjá menn að það hafa fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni,“ svaraði Bjarni.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greip þá boltann á lofti og spurði hvort það ætti líka við um hann sjálfan.„Ef að ég hefði áhuga á því að ræða svona við þig, erum við ekki bara „geim“ í það,“ spurði Jón Þór Bjarna.„Jón Þór, það er meira en sjálfsagt að reyna að greiða götu þína til að uppfylla þínar væntingar ef hægt er en ég lofa engu Jón Þór, ég lofa engu,“ svaraði Bjarni og uppskar nokkurn hlátur viðstaddra.Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu. Lesa má það helsta sem þar fór fram hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54