Allt rafrænt yfir milljón? Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. janúar 2019 11:22 Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun