Handbolti

N'Guessan hetja Frakka gegn Þjóðverjum │Danir burstuðu Austurríki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
N'Guessan skorar markið sem jafnar leikinn
N'Guessan skorar markið sem jafnar leikinn vísir/getty
Timothey N'Guessan tryggði Frökkum stig gegn Þjóðverjum með marki á síðustu sekúndu eins besta leiks heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku til þessa.

Með jöfnunarmarkinu tryggði N'Guessan Frökkum líklega efsta sæti A-riðils, þeir eru þar með sjö stig, stigi á undan Þjóðverjum í öðru sætinu þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni.

Leikurinn var í járnum allan tíman og munurinn varð mestur þrjú mörk undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn fóru með 12-10 forskot inn í hálfleikinn.

Í seinni hálfleik var gríðarlegt jafnræði með liðunum en aftur náðu Þjóðverjar að koma sér upp smá forskoti undir lokinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-23 fyrir Þýskaland.

Kentin Mahe minnkaði muninn í 25-24 á 58. mínútu og það var svo N'Guessan sem skoraði jöfnunarmarkið úr aukakasti á lokasekúndunum.

Danir tryggðu sig áfram í milliriðli með 28-17 stórsigri á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu.

Austurríki þarf nú að vinna Túnis, og það með þó nokkrum mun, ætli liðið sér áfram í milliriðil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×