Úr vasa heimila Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Það er fagnaðarefni hve mikil umræða hefur verið um skattamál undanfarið. Hún hefur sérstaklega beinst að skattheimtu lægstu launa. Komið hefur fram að skattbyrði lágmarkslauna hafi aukist á undanförnum árum. Það er rétt enda hefur kapp verið lagt á að hækka lægstu laun í undangengnum kjarasamningum. Vegna uppbyggingar skattkerfis okkar hækkar skattbyrði samfara auknum tekjum að öðru óbreyttu. Lægstu laun voru hækkuð umfram önnur með markmið um að auka kaupmátt ráðstöfunartekna. Það hefur gengið eftir undanfarin ár og gott betur. Frá síðustu kjarasamningum hefur kaupmáttur lágmarkslauna eftir skattgreiðslur vaxið um nærri fjórðung þrátt fyrir aukna skattbyrði. Aukna skattbyrði lágmarkslauna þarf einnig að setja í samhengi við opinber stuðningskerfi með sínum tekjuskerðingum. Markmið þeirra er að styðja við þá tekjulægri úr sameiginlegum sjóðum. Að teknu tilliti til vaxta- og barnabóta greiða efstu tvær tekjutíundirnar rúmlega 70% af hreinum heildargreiðslum tekjuskatts einstaklinga. Lægstu fimm tekjutíundirnar, helmingur framteljenda, greiða tæplega 1% og lægstu þrjár tekjutíundir fá meira greitt úr ríkissjóði í formi bóta en sem nemur staðgreiðslu tekna þrátt fyrir aukna skattbyrði. Tökum dæmi um einstætt foreldri með tvö börn, annað undir sjö ára aldri. Hafi sá einstaklingur alla tíð verið með tekjur yfir meðallaunum hafa ráðstöfunartekjur hans, að teknu tilliti til vaxta- og barnabóta, vaxið um 9% að raunvirði frá árinu 2008. Hafi hann verið með tekjur í meðallaunum hafa ráðstöfunartekjur hans eftir skatt- og bótagreiðslur vaxið um 11% en hafi hann verið á lágmarkslaunum hafa ráðstöfunartekjur hans vaxið um 17%. Kaupmáttur tekjulægsta hópsins að teknu tilliti til vaxta- og barnabóta hefur því vaxið hlutfallslega mest á síðustu tíu árum þrátt fyrir aukna skattbyrði. Á það hefur verið bent að á 10. áratug síðustu aldar hafi lægstu laun verið skattfrjáls. Á sama tíma voru þau líka töluvert lægri, en það er heilbrigðismerki að fleiri launamenn séu farnir að greiða tekjuskatt. Árið 1992 greiddu 60% framteljenda tekjuskatt og er það hlutfall nú orðið 86%, svipað og á Norðurlöndunum. Hækkun þess hlutfalls ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa náð gríðarlegum lífskjarabata á síðustu áratugum og er svo komið að nær hvergi eru greidd hærri laun en á Íslandi og hvergi er tekjujöfnuður meiri. Í gagnagrunni OECD má finna samanburð á útgreiddum launum eftir skatt- og bótagreiðslur og eftir að búið er að leiðrétta fyrir verðlagi í hverju ríki. Samkvæmt þeim tölum eru tekjur Íslendinga undir meðallaunum þær fjórðu hæstu meðal ríkja OECD og þriðju hæstu hvort sem horft er til meðaltekna eða tekna yfir meðaltekjum. Þó það sé mikilvægt að draga fram mynd sem sýnir þróun á skattbyrði þá getur sú mynd ein og sér verið blekkjandi. Almenn sátt er í þjóðfélaginu um að styðja við þá sem hafa minna milli handanna og þurfa á stuðningi að halda. Þess vegna er mikilvægt þegar staða heimila er rædd að horfa til þróunar ráðstöfunartekna eftir skatt- og bótagreiðslur. Á endanum eru það þær tekjur sem svara þeirri spurningu hvort heimilin eru betur sett í dag en áður. Það er eðlilegt að skattbyrði aukist með hærri tekjum, en það er birtingarmynd þeirrar tekjujöfnunar sem innbyggð er í skattkerfi okkar. Um almennar skattahækkanir gilda þó önnur lögmál og er gleðilegt að fleiri láta sig það mál varða og skori á hið opinbera að vinda ofan af þeim skattahækkunum sem gripið var til í síðustu niðursveiflu. Skatttekjur ríkissjóðs hafa aldrei verið meiri og höfum í huga að þær koma úr vösum heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni hve mikil umræða hefur verið um skattamál undanfarið. Hún hefur sérstaklega beinst að skattheimtu lægstu launa. Komið hefur fram að skattbyrði lágmarkslauna hafi aukist á undanförnum árum. Það er rétt enda hefur kapp verið lagt á að hækka lægstu laun í undangengnum kjarasamningum. Vegna uppbyggingar skattkerfis okkar hækkar skattbyrði samfara auknum tekjum að öðru óbreyttu. Lægstu laun voru hækkuð umfram önnur með markmið um að auka kaupmátt ráðstöfunartekna. Það hefur gengið eftir undanfarin ár og gott betur. Frá síðustu kjarasamningum hefur kaupmáttur lágmarkslauna eftir skattgreiðslur vaxið um nærri fjórðung þrátt fyrir aukna skattbyrði. Aukna skattbyrði lágmarkslauna þarf einnig að setja í samhengi við opinber stuðningskerfi með sínum tekjuskerðingum. Markmið þeirra er að styðja við þá tekjulægri úr sameiginlegum sjóðum. Að teknu tilliti til vaxta- og barnabóta greiða efstu tvær tekjutíundirnar rúmlega 70% af hreinum heildargreiðslum tekjuskatts einstaklinga. Lægstu fimm tekjutíundirnar, helmingur framteljenda, greiða tæplega 1% og lægstu þrjár tekjutíundir fá meira greitt úr ríkissjóði í formi bóta en sem nemur staðgreiðslu tekna þrátt fyrir aukna skattbyrði. Tökum dæmi um einstætt foreldri með tvö börn, annað undir sjö ára aldri. Hafi sá einstaklingur alla tíð verið með tekjur yfir meðallaunum hafa ráðstöfunartekjur hans, að teknu tilliti til vaxta- og barnabóta, vaxið um 9% að raunvirði frá árinu 2008. Hafi hann verið með tekjur í meðallaunum hafa ráðstöfunartekjur hans eftir skatt- og bótagreiðslur vaxið um 11% en hafi hann verið á lágmarkslaunum hafa ráðstöfunartekjur hans vaxið um 17%. Kaupmáttur tekjulægsta hópsins að teknu tilliti til vaxta- og barnabóta hefur því vaxið hlutfallslega mest á síðustu tíu árum þrátt fyrir aukna skattbyrði. Á það hefur verið bent að á 10. áratug síðustu aldar hafi lægstu laun verið skattfrjáls. Á sama tíma voru þau líka töluvert lægri, en það er heilbrigðismerki að fleiri launamenn séu farnir að greiða tekjuskatt. Árið 1992 greiddu 60% framteljenda tekjuskatt og er það hlutfall nú orðið 86%, svipað og á Norðurlöndunum. Hækkun þess hlutfalls ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa náð gríðarlegum lífskjarabata á síðustu áratugum og er svo komið að nær hvergi eru greidd hærri laun en á Íslandi og hvergi er tekjujöfnuður meiri. Í gagnagrunni OECD má finna samanburð á útgreiddum launum eftir skatt- og bótagreiðslur og eftir að búið er að leiðrétta fyrir verðlagi í hverju ríki. Samkvæmt þeim tölum eru tekjur Íslendinga undir meðallaunum þær fjórðu hæstu meðal ríkja OECD og þriðju hæstu hvort sem horft er til meðaltekna eða tekna yfir meðaltekjum. Þó það sé mikilvægt að draga fram mynd sem sýnir þróun á skattbyrði þá getur sú mynd ein og sér verið blekkjandi. Almenn sátt er í þjóðfélaginu um að styðja við þá sem hafa minna milli handanna og þurfa á stuðningi að halda. Þess vegna er mikilvægt þegar staða heimila er rædd að horfa til þróunar ráðstöfunartekna eftir skatt- og bótagreiðslur. Á endanum eru það þær tekjur sem svara þeirri spurningu hvort heimilin eru betur sett í dag en áður. Það er eðlilegt að skattbyrði aukist með hærri tekjum, en það er birtingarmynd þeirrar tekjujöfnunar sem innbyggð er í skattkerfi okkar. Um almennar skattahækkanir gilda þó önnur lögmál og er gleðilegt að fleiri láta sig það mál varða og skori á hið opinbera að vinda ofan af þeim skattahækkunum sem gripið var til í síðustu niðursveiflu. Skatttekjur ríkissjóðs hafa aldrei verið meiri og höfum í huga að þær koma úr vösum heimila.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun