Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 20:00 Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum. Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum.
Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48