Raunverulegan kaupmátt, takk Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun