Bjarni og Guðlaugur ræða sendiherrakapal á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 13:49 Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu á barnum Klaustri í desember á síðasta ári. Fundurinn hefst klukkan 10.30 á morgun og er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir en fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10. Tilefni fundarsins er umræða um mögulega skipan Gunnars Braga Sveinssonar, þingmann Miðflokksins, í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Sagðist Gunnar Bragi hafa fundað með Bjarna vegna málsins.Eftir að upptökurnar voru gerðar aðgengilegar sagði Gunnar Bragi að ekkert væri til í þessari frásögn. Síðar var þó staðfest að Bjarni og Guðlaugur Þór hafi fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi. Bjarni lét þó hafa eftir sér að hann liti ekki svo á að Sjálfstæðisflokkurinn væri í skuld vegna skipans Geirs H. Haarde sem sendiherra.Til stóð að ræða málið á opnum fundi nefndarinnar fyrir jól en ekkert varð af þeim fundi. Auk Bjarna og Guðlaugs voru Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi boðaðir á þann fund en þeir svöruðu ekki fundarboðum nefndarinnar.Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Fundinum verðus streymt hér á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu á barnum Klaustri í desember á síðasta ári. Fundurinn hefst klukkan 10.30 á morgun og er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir en fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10. Tilefni fundarsins er umræða um mögulega skipan Gunnars Braga Sveinssonar, þingmann Miðflokksins, í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Sagðist Gunnar Bragi hafa fundað með Bjarna vegna málsins.Eftir að upptökurnar voru gerðar aðgengilegar sagði Gunnar Bragi að ekkert væri til í þessari frásögn. Síðar var þó staðfest að Bjarni og Guðlaugur Þór hafi fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi. Bjarni lét þó hafa eftir sér að hann liti ekki svo á að Sjálfstæðisflokkurinn væri í skuld vegna skipans Geirs H. Haarde sem sendiherra.Til stóð að ræða málið á opnum fundi nefndarinnar fyrir jól en ekkert varð af þeim fundi. Auk Bjarna og Guðlaugs voru Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi boðaðir á þann fund en þeir svöruðu ekki fundarboðum nefndarinnar.Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Fundinum verðus streymt hér á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54