Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 10:38 Ghosn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20
Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15