Handbolti

„Tvö stig og fjögur skot í andlitið #bjoggidancechallenge“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin ósáttur í leiknum í gær.
Björgvin ósáttur í leiknum í gær. vísir/epa
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, átti góðan leik í markinu gegn Barein á HM í handbolta í gær. Ísland vann átján marka sigur, 36-18.

Björgvin endaði með um fimmtíu prósent markvörslu og þar af varði hann fjögur víti. Í fyrsta víti Barein á sjöttu mínútu skaut Mohamed Habib boltanum beint í andlitið á Björgvini og fékk beint rautt spjald.

Þetta var ekki fyrsta og eina skotið sem fór í andlitið á Björgvini í þessum leik því að endingu fékk hann samtals fjögur skot í andlitið. Hann lét það ekki á sig fá og varði frábærlega allan leikinn.

Er síðasta skotið fór í andlitið á íslenska markverðinum steig hann trylltan dans og kallar hann þetta #bjoggidancechallenge á Instagram-síðu sinni er hann birti myndband af markvörslunni.

Færsluna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×