Trump pantaði þrjú hundruð hamborgara Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:36 Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér veislumatinn. EPA/CHRIS KLEPONIS Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00