Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:51 Trump og Erdogan á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í fyrra. EPA/OLIVIER HOSLET Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. Áður en forsetarnir ræddu saman í síma í dag hafði Trump hótað því að leggja efnahag Tyrklands í rúst ef Tyrkir myndu ráðast á Kúrdana, sem hafa verið dyggir bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, gaf út yfirlýsingu um símtal forsetanna og sagði Trump hafa rætt við Erdogan um að þeir störfuðu saman að því að vinna í þeim áhyggjum sem Tyrkir hafa af norðurhluta Sýrlands. Embættismenn í Tyrklandi segja þá hafa talað saman um að skapa öryggisvæði í norðurhluta Sýrlands og hvað eigi að verða um borgina Manbij í Sýrlandi, sem Tyrkir hafa lengi viljað hertaka af Kúrdum, sem tóku borgina af ISIS-liðum. Bandarískir og franskir hermenn voru sendir til borgarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árás Tyrkja á hana.Þó sýrlenskir Kúrdar séu bandamenn Bandaríkjanna, líta yfirvöld í Tyrklandi á þá sem hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. Að undanförnu hafa Tyrkir ítrekað hótað því að gera þriðju innrásina í Sýrland og ráðast á Kúrda, sem þeir gerðu áður í Afrin-héraði.Sjá einnig: Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekkiHershöfðinginn Joseph Dunford, formaður hershöfðingjaráðs Hvíta hússins, mun funda með yfirmanni hershöfðingjaráðs Tyrklands á morgun. Þeir munu ræða stöðu mála í Sýrlandi, samkvæmt Politico.Trump tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og gerði hann það eftir að hafa rætt við Erdogan í síma. Ákvörðunin var tekin þvert á vilja og ráðleggingar ráðgjafa sinna og ráðherra. Jim Mattis, dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna ákvörðunarinnar. Kúrdar líta á ákvörðunina sem svik og óttast innrás Tyrkja, upprisu Íslamska ríkisins, sem enn er talið eiga tugi þúsunda vígamanna í Sýrlandi og Írak, og jafnvel hernaðaraðgerðir stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þó hafa YPG leitað á náðir Assad-liða og Rússa, sem eru sömuleiðis andvígir innrás Tyrkja.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Erdogan neitaði að hitta Bolton Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. 8. janúar 2019 12:10
Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15
Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05