Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2019 19:00 Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna. Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Örplast finnst í fjörutíu til fimmtíu og fimm prósentum kræklings og í sjö af hverjum tíu fýlum. Þetta kemur fram í nýlegum rannsóknum á plastmengun í hafi í kringum Ísland sem Umhverfisstofnun lét á síðasta ári of fór fram á Suðvesturhorninu, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem örplast er kannað í kræklingi hér á landi en hann er talinn hentug lífvera við mat á örplasti í hafi. Engar rannsóknir eru hins vegar til um áhrif þess að innbyrða slíkan krækling að sögn Katrínar Sóleyjar Bjarnadóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þrátt fyrir að plast hafi fundist í 70% fýla fannst minna magn í hverjum og einum þeirra nú en í rannsókn frá árinu 2012. Þá mælist umtalsvert minna plast hér en í samanburðalöndum en þó ber þess að geta að þær rannsóknir eru allar mun eldri. Katrín segir að plastið hafi mikil áhrif á líf sjófuglsins. „Fuglinn heldur að plastið sé fæða og verður fyrir næringarskorti, einhverjir deyja. Þá eru margir fuglar sem gefa ungunum sínum plast og þeir lifa það ekki af,“ segir Katrín. í tillögum sem plasthópur umhverfsráðherra skilaði í haust kom fram að á næstu árum eigi að bæta skólphreinsun hér við landi til að draga úr plastmengun. Katrín segir það afar brýnt. „Við teljum mjög mikilvægt að bæta skólhreinsunina af því það fer mjög mikið af örplasti í hafið á þennan máta. Það fer ótrúlega mikið af örplasti frá þvottavélum, dekkjum og ef það er ekki hreinsað þá fer það óhindrað út í sjóinn. Vonandi er nógu mikill vilji til að breyta þessu til hins betra,“ segir hún. Katrín Sóley mælir með vörum sem eru svansvottaðar til að bæta umgengni við náttúruna.
Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira