Handbolti

Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur í leiknum gegn Spáni í gær.
Ólafur í leiknum gegn Spáni í gær. vísir/getty
Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta.

„Þetta leit kannski þannig út en við gerðum þetta á fullu,“ sagði Ólafur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok.

„Við lögðum okkur alla fram og sýndum karakter. Við vorum á fullu í sextíu mínútur,“ en mikil kraftur var í íslenska liðinu í síðari hálfleik og keyrðu þeir yfir Barein.

„Mér fannst við halda háu tempói á þá allan tímann. Þeir fóru að fjúka útaf í síðari hálfleik en við náðum að halda uppi tempói og keyra yfir þá.“

„Við þurftum á þessu að halda,“ en Ólafur var ánægður með að margir leikmenn hafi komið inn af bekknum og sýnt sig.

„Það voru margir að leggja á vogaskálarnar og margir sem komu inn og fengu að spreyta sig. Þetta er bara jákvætt.“

Ólafur fékk svakalegt högg á andlitið í síðari hálfleik en varnarmaður Barein fékk rautt spjald fyrir höggið.

„Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk,“ sagði Ólafur sem kvartaði lítið yfir atvikinu.

Klippa: Ólafur: Góðan dag og áfram gakk



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×