Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi voru kallaðir út vegna bílveltu í Kömbunum fyrir ofan Hveragerði á öðrum tímanum í dag. Þar missti ökumaður fólksflutningabíls stjórn á bílnum í þæfingsfærð.
Bíllinn hafnaði utan vegar og valt en tveir voru í bílnum. Þeim varð ekki meint af en búið er að kalla út tækjabíl því fólkið í bílnum þarf á aðstoð að halda við að komast út úr honum.

