Handbolti

Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik á HM á móti Króatíu.
Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik á HM á móti Króatíu. Fréttablaðið/AFP
Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, er búinn að skrifa undir samning við lið í atvinnumennskunni og yfirgefur því Selfoss í sumar, samkvæmt heimildum Vísis.

Ekki hefur náðst að grafa upp hvert nýja landsliðsstjarnan er að fara en samkvæmt heimildum Vísis er hann ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og talað hefur verið um.

Elvar Örn fór til Hannover þar sem að menn voru virkilega spenntir fyrir því að fá þennan bráðefnilega 21 árs gamla leikmann en á endanum gerði hann samning við annað lið.

Selfyssingurinn, sem er að spila sína fyrstu leiki á stórmóti fyrir íslenska landsliðið, fór á kostum í fyrsta leik með fimm mörkum, þremur stoðsendingum og sjö löglegum stöðvunum í vörninni en hann datt niður í sókninni á móti Spáni í gær og skoraði ekki mark.

Gæði Elvars bæði í vörn og sókn gera hann svo heillandi kost fyrir atvinnumennskuna því þrátt fyrir erfiðan dag í sókninni í gærkvöldi var hann aftur efstur í löglegum stöðvunum með tíu slíkar á móti spænsku Evrópumeisturunum.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís-deildinni, er einnig á förum í sumar en hann er búinn að gera samning við Skjern í Danmörku.




Tengdar fréttir

Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru 

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×