Handbolti

Vandræðalaust hjá Kristjáni gegn Argentínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Andrésson er þjálfari Svía.
Kristján Andrésson er þjálfari Svía. vísir/getty
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í D-riðlinum á HM í handbolta sem er haldið í Þýskalandi og Danmörku en þeir unnu stórsigur á Argentínu í kvöld, 31-16.

Svíar lentu ekki í vandræðum með Argentínu í kvöld en lokatölur urðu fimmtán marka sigur Svía. Þeir voru 15-10 yfir í hálfleik en stigu aðeins á bensíngjöfina í síðari hálfleik en Argentína skoraði einungis sex mörk í síðari hálfleik.

Svíarnir unnu góðan þriggja marka sigur á Egyptum í fyrsta leiknum og eru því komnir með fjögur stig en Argentína er með eitt stig eftir jafntefli við Ungverja í fyrstu umferðinni.

Markaskorið dreifðist afar vel hjá Svíum í kvöld en markahæstir voru þeir Niclas Ekberg og Mattias Zachrisson en þeir skoruðu báðir fimm mörk. Federico Gaston Fernandez var markahæstur hjá Argentínu með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×