Handbolti

Aðeins tæpir nítján klukkutímar í næsta leik strákanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson eftir aðra af tveimur brottvísunum sínum í leiknum.
Arnar Freyr Arnarsson eftir aðra af tveimur brottvísunum sínum í leiknum. Getty/Carsten Harz
Ísland og Sádí Arabía eru einu landsliðin á HM í handbolta í ár sem er boðið upp á það að spila tvo leiki á mótinu með aðeins innan við tuttugu klukktíma á milli þeirra.

Íslenska handboltalandsliðið fær ekki langan tíma til að jafna sig eftir leikinn á móti Spánverjum í kvöld því íslenska liðið spilar strax fyrsta leikinn í Ólympíuhöllinni í München á morgun.

Íslensku strákarnir fengu meira en tvo sólarhringa í hvíld á milli leik eitt og tvö á HM en nú er allt annað upp á teningnum hjá okkar mönnum.  

Þriðja umferðin í B-riðlinum er nefnilega spiluð strax á morgun og kemur það í hlut íslenska liðsins að spila fyrsta leik dagsins sem er á móti Barein.

Strákarnir hans Arons Kristjánssonar í Barein spiluðu aftur á móti fyrsta leikinn í B-riðlinum í dag og fá því miklu lengri hvíld en íslensku strákarnir.

Leikur Íslands og Barein á morgun hefst klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma.  

Leikurinn við Spán var núna að klárast eftir klukkan hálf níu í kvöld að staðartíma, hálf átta að íslenskum tíma, þannig að það eru minna en tuttugu tímar í næsta leik strákanna okkar.

Vísir fór yfir leikjadagskrána í riðlakeppni HM í handbolta og þar kemur í ljós að aðeins eitt annað lið lendir í sömu stöðu og það íslenska.

Lið Sádí Arabíu spilar síðasta leikinn í C-riðli á morgun sem er á móti Dönum og svo fyrsta leikinn á þriðjudaginn sem er á móti Túnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×