Handbolti

Bjarki Már: Dauði á móti svona liði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson í viðtalinu í kvöld.
Bjarki Már Elísson í viðtalinu í kvöld. vísir/skjáskot
Bjarki Már Elísson, vinstri hormaður Íslands, segir að liðið hafi verið búið að grafa sig of djúpt til þess að ná að koma til baka gegn Evrópumeisturum Spánverja í kvöld.

„Þetta var kannski aðeins of mikill munur til þess að ná þeim. Við hefðum þurft þá að halda betur út í vörninni,“ sagði Bjarki Már í samtali við Vís ií leikslok.

„Við gerum okkur seka um klaufaleg mistök þar en það kom smá von um að við gætum það en þeir voru aðeins of sterkir fyrir okkur í dag.“

„Mér finnst við of oft vera rétta þeim boltann og þeir fara yfir og skora auðveld mörk. Það er dauði á móti svona liði. Þeir eru Evrópumeistarar og refsa í hvert einasta skipti.“

„Við þyrftum að hitta á fullkominn leik en við náðum því ekki,“ en var tapið áminning um að íslenska liðið ætti enn nokkuð í land að ná þeim bestu?

„Já, ég held það. Við þurfum kannski að viðurkenna að það er eitthvað í land en ég hef enn trú á því að ef við hefðum hitt á mjög góðan leik og þeir aðeins verri leik þá hefði þetta orðið minna.“

„Þá hefði þetta orðið kannski aðeins minna og einhver barátta en það getur verið. Það er erfitt að segja núna,“ sagði Bjarki að lokum.

Klippa: Bjarki: Dauði á móti svona liði





Fleiri fréttir

Sjá meira


×