Handbolti

Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan?

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson skildi stundum ekkert í dómgæslunni í kvöld. Fólkið á Twitter kallar eftir skotklukku.
Guðmundur Guðmundsson skildi stundum ekkert í dómgæslunni í kvöld. Fólkið á Twitter kallar eftir skotklukku. Vísir/EPA
Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25.

Munurinn var eitt til tvö mörk til að byrja með en um miðjan síðari hálfleikinn náðu Spánverjar fimm marka forskoti og það var munurinn í leikhléi, 19-14.

Í síðari hálfleik gerðu Íslendingar hvað þeir gátu til að nálgast Spánverjana. Þeir komu muninum nokkrum sinnum niður í þrjú mörk en Spánverjar refsuðu grimmt fyrir mistök í sóknnni og héldu Íslendingum í hæfilegri fjarlægð.

Lokatölur 32-25 og annað tap Íslands í keppninni því staðreynd.

Umræðan var að vanda lífleg á Twitter og hér fyrir neðan má sjá það helsta sem skrifað var um leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×