Handbolti

Katar náði í fyrsta sigurinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ali var frábær í dag
Ali var frábær í dag vísir/getty
Katar náði í sín fyrstu stig á HM í handbolta þegar liðið vann Egyptaland í uppgjöri stigalausu liðanna í D-riðli.

Eftir fyrstu umferðinna voru aðeins Katar og Egyptaland án stiga á botni D-riðils. Katar skoraði fyrsta mark leiksins en það var mjög jafnt með liðunum í fyrri hálfleiknum.

Síðustu mínútur fyrri hálfleiks tókst Katar að síga aðeins fram úr og fór með 15-12 forskot í hálfleikinn.

Egyptar byrjuðu seinni hálfleikinn á smá áhlaupi en náðu þó ekki að jafna leikinn. Köturum tókst að halda þeim fyrir aftan sig allan seinni hálfleikinn og þegar upp var staðið fóru þeir með 28-23 sigur.

Youssef Ali var frábær í liði Katar með níu mörk og Frankis Marzo skoraði 6. Í liði Egyptalands var Ahmed Elahmar með sex mörk og Mohamed Shebib skoraði fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×