Kona fannst í dag látin í rústunum sem urðu eftir gassprengingu í bakaríi í 9. hverfi Parísar í gær.
Þrír létust í gær og þar af tveir slökkviliðsmenn og spænskur ferðamaður og á fimmta tug slasaðist.
Björgunarsveitarmenn fundu lík konunnar sem leitað hafði verið að í dag. Hún bjó á hæðinni fyrir ofan og var saknað eftir sprenginguna. Líkið fannst í brunarústunum með aðstoð leitarhunda.
Talið er að sprengingin hafi orðið vegna gasleka en mikill eldur braust út í kjölfarið, byggingin stórskemmdist og rúður í nærliggjandi húsum brotnuðu.
Umrætt bakarí stendur við götuna Rue de Trévise steinsnar frá vinsælu verslunarhverfi þar sem meðal annars verslunarmiðstöðin Galeries Lafayette stendur.
Fjórir létust í gassprengingunni í París

Tengdar fréttir

Sprenging í bakaríi í París: Þrír látnir
Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að koma slösuðu fólki út um glugga húsnæðisins og bílum sem höfðu oltið á hliðina vegna sprengingarinnar.