Handbolti

HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Bak við tjöldin.
Bak við tjöldin. vísir/sigurður már
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu eiga leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar í Ólympíuhöllinni í München en Spánn vann Barein örugglega í fyrsta leik.

HM í dag sýnir að þessu sinni aðeins á bak við tjöldin frá viðtalssvæðinu þar sem smá uppákoma varð á föstudaginn þegar að blaðamaður Vísis reitti eina frægustu sjónvarpskonu Dana til reiði.

Það endaði nú allt vel, höldum við, en mikil barátta hefur einnig verið við mótshaldara um að stór hluti íþróttafréttamanna á svæðinu fái kaffi og vatn.

Meira um lífið utan vallar og það helsta frá strákunum okkar má sjá hér að neðan í HM í dag.

Klippa: HM í dag - Leikdagur á móti Spáni

Tengdar fréttir

Minntust Kolbeins í München

Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×