Handbolti

Frakkland keyrði yfir Serbíu í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eftir nokkuð erfiða fyrstu þrjá hálfleika virðist Frakka-vélin vera að komast í gang.
Eftir nokkuð erfiða fyrstu þrjá hálfleika virðist Frakka-vélin vera að komast í gang. vísir/getty
Frakkar eru á meðal þeirra liða sem eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina á HM í handbolta en þeir höfðu betur gegn Serbíu í kvöld, 32-21.

Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik. Frakkarnir gekk illa að hrista Serbana af sér og var munurinn einugis þrjú mörk er liðin gengu til búnigsherbergja, 15-12.

Í síðari hálfleik skánaði leikur Frakka til muna. Þeir hertu varnarleikinn og náðu þannig að refsa Serbunum grimmilega. Munurinn varð að endingu ellefu mörk. Þægilegur sigur Frakka.

Frakkarnir eru með fjögur stig í B-riðlinum eftir tveggja marka sigur á Serbíu í fyrstu umferðinni en Serbarnir eru með eitt stig eftir jafntefli við Rússa í fyrstu umferðinni. Frakkar spilar næst við Kóreu á mánudaginn.

Ludovic Fabregas og Nedim Remili voru markahæstir í liði Frakka með fimm mörk hvor en Kentin Mahe gerði fjögur mörk. Bogdan Radivojevic var markahæstur í liði Serba með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×