Handbolti

Gensheimer og Wolff frábærir í öðrum sigri Þýskalands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Uwe skorar eitt af tíu mörkum sínum í kvöld.
Uwe skorar eitt af tíu mörkum sínum í kvöld. vísir/epa
Þjóðverjar rúlluðu yfir Brasilíu, 34-21, á HM í handbolta. Þetta er annar stórsigur Þjóðverja í fyrstu tveimur leikjunum.

Það var mikil stemning í Berlín er heimamenn mættu Brasilíu í kvöld og það var ljóst að það yrði á rammann reip að draga fyrir gestina frá upphafi.

Staðan í hálfleik var 15-8 og voru með um sjö marka forskot um miðjan síðari hálfleikinn er Brassarnir fóru að fá klaufalegar tvær mínútur. Þar fór leikurinn.

Þjóðverjarnir nýttu sér það til hins ítrasta og unnu að lokum með þrettán marka mun, 34-21. Tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjunum hjá Þýskalandi en Brasilía er án stiga.

Uwe Gensheimer var frábær í liði Þjóðverja en hann skoraði tíu mörk. Andres Wolff átti frábæran leik í markinu en markahæstur hjá Brasilíu var Jose Toledo með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×