Handbolti

Fyrsti sigur Rússa kom gegn Kóreu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shishkarev sækir að marki Kóreu
Shishkarev sækir að marki Kóreu vísir/getty
Rússar unnu sinn fyrsta sigur á HM í handbolta í dag þegar liðið lagði sameinað lið Kóreu að velli 34-27 í Berlín.

Rússar byrjuðu mótið á jafntefli við Serba en þeir voru ekki í miklum vandræðum með lið Kóreu í dag.

Kóreumenn áttu fyrsta markið en síðan var ekki mikið að frétta frá þeim. Rússar komust í 5-2 og svo 9-4 og má í raun segja að Kóreumenn hafi aldrei séð til sólar.

Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðinn sjö mörk, 20-13.

Í seinni hálfleik komust Rússar mest í tíu stiga mun í stöðunni 30-20. Kóreumenn náðu aðeins að laga stöðuna sér í hag en voru aldrei líklegir til þess að stela stigum af Rússum.

Daniil Shishkarev var atkvæðamestur Rússa með sjö mörk og Alexander Shkurinskiy gerði sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×