Handbolti

Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikil barátta var í leiknum í kvöld.
Mikil barátta var í leiknum í kvöld. vísir/epa
Ísland tapaði fyrir Króatíu í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta en spilað var í Ólympíuhöllinni í München í kvöld.

Ísland spilaði frábæran handbolta fyrstu 25 mínúturnar en misstu aðeins taktinn undir lok fyrri hálfleiksins og Króatar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14.

Í síðari hálfleik voru strákarnir okkar gífurlega vel stemmdir. Þeir leiddu er tíu mínútur voru eftir af leiknum en lokakafli Króata var sterkur og þeir unnu að lokum fjögurra marka sigur, 31-27.

Að venju voru Íslendingar líflegir á Twitter er handboltalandsliðið spilar á stórmótum. Fólk sló á létta strengi og grínuðust með klukkubreytingar og margt fleira.

Brot af því besta má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×