Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2019 13:24 Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. AP/Czarek Sokolowski Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi. Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi.
Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira