Leik lokið: Ísland - Króatía 27-31 | Jákvæð teikn á lofti í svekkjandi tapi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2019 18:30 Aron Pálmarsson, fyrirliði landsliðsins. vísir/vilhelm Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM 2019 í handbolta en sterkt lið Króatíu hafði betur eftir jafnan leik, 31-27. Ungt íslenskt lið spilaði þó lengi vel ágætlega í leiknum, sérstaklega í sókn. Ísland á næstyngst liðið á HM í handbolta en þrátt fyrir það sýndu strákarnir okkar strax í upphafi að þeir ætluðu að selja sig dýrt á þessu móti. Okkar menn byrjuðu leikinn af miklum krafti, skoruðu úr hverri sókninni á eftir annarri og réðu vel við hraða leiksins. Markvarslan var hins vegar lengi að hrökkva í gang en Björgvin Páll Gústavsson byrjaði í marki íslenska liðsins. Hann sýndi ágæta spretti eftir rólega byrjun, sérstaklega eftir að það komst betra skipulag á varnarleik íslenska liðsins. Íslenska vörnin réði þó ekkert við Luka Stepancic sem skoraði nánast að vild, sérstaklega í fyrri hálfleik. En okkar menn voru líka öflugir í sókn, þá sérstaklega Aron Pálmarsson og Elvar Örn Jónsson. Aron var í heimsklassa í kvöld og Elvar Örn spilaði virkilega vel í sínum fyrsta leik á stórmóti. Ísland komst í góða stöðu, 14-12 forystu þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. En þá hrundi leikur okkar manna á báðum endum vallarins. Fjölmargir tapaðir boltar voru okkur dýrkeyptir og Króatía skoraði fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins. 17-14 var staðan að honum loknum. Strákarnir gáfust ekki upp þrátt fyrir mótlætið og náðu að koma sér aftur inn í leikinn. Munaði sérstkalega miklu um innkomu Ágústar Elí Björgvinssonar sem lokaði íslenska markinu fyrstu mínúturnar sem hann var inni á vellinum. Það nýtti Ísland sér til að komast aftur í forystu í leiknum. Þegar þarna var komið var stundarfjórðungur til leiksloka. Króatarnir gáfu þá í, sérstaklega í vörn sem þreyttir íslenskir leikmenn náðu ekki að leysa síðustu mínútur leiksins. Það var nóg til að Króatar unnu nokkuð öruggan sigur þegar uppi var staðið. Varnarleikurinn náði sér ekki almennilega á strik í dag og markvarslan var of lítil á löngum kafla. Jafn gott lið og Króatía nýtir sér það til að vinna svona leiki, eins og liðið gerði í kvöld. Ísland mætir næst öðru sterku liði, Spánverjum, á sunnudag. Frekari umfjöllun og viðtöl frá München eru væntanleg á Vísi síðari í kvöld. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á HM 2019 í handbolta en sterkt lið Króatíu hafði betur eftir jafnan leik, 31-27. Ungt íslenskt lið spilaði þó lengi vel ágætlega í leiknum, sérstaklega í sókn. Ísland á næstyngst liðið á HM í handbolta en þrátt fyrir það sýndu strákarnir okkar strax í upphafi að þeir ætluðu að selja sig dýrt á þessu móti. Okkar menn byrjuðu leikinn af miklum krafti, skoruðu úr hverri sókninni á eftir annarri og réðu vel við hraða leiksins. Markvarslan var hins vegar lengi að hrökkva í gang en Björgvin Páll Gústavsson byrjaði í marki íslenska liðsins. Hann sýndi ágæta spretti eftir rólega byrjun, sérstaklega eftir að það komst betra skipulag á varnarleik íslenska liðsins. Íslenska vörnin réði þó ekkert við Luka Stepancic sem skoraði nánast að vild, sérstaklega í fyrri hálfleik. En okkar menn voru líka öflugir í sókn, þá sérstaklega Aron Pálmarsson og Elvar Örn Jónsson. Aron var í heimsklassa í kvöld og Elvar Örn spilaði virkilega vel í sínum fyrsta leik á stórmóti. Ísland komst í góða stöðu, 14-12 forystu þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. En þá hrundi leikur okkar manna á báðum endum vallarins. Fjölmargir tapaðir boltar voru okkur dýrkeyptir og Króatía skoraði fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins. 17-14 var staðan að honum loknum. Strákarnir gáfust ekki upp þrátt fyrir mótlætið og náðu að koma sér aftur inn í leikinn. Munaði sérstkalega miklu um innkomu Ágústar Elí Björgvinssonar sem lokaði íslenska markinu fyrstu mínúturnar sem hann var inni á vellinum. Það nýtti Ísland sér til að komast aftur í forystu í leiknum. Þegar þarna var komið var stundarfjórðungur til leiksloka. Króatarnir gáfu þá í, sérstaklega í vörn sem þreyttir íslenskir leikmenn náðu ekki að leysa síðustu mínútur leiksins. Það var nóg til að Króatar unnu nokkuð öruggan sigur þegar uppi var staðið. Varnarleikurinn náði sér ekki almennilega á strik í dag og markvarslan var of lítil á löngum kafla. Jafn gott lið og Króatía nýtir sér það til að vinna svona leiki, eins og liðið gerði í kvöld. Ísland mætir næst öðru sterku liði, Spánverjum, á sunnudag. Frekari umfjöllun og viðtöl frá München eru væntanleg á Vísi síðari í kvöld.