Vera með eða ekki? Þröstur Ólafsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þriðji orkupakkinn er enn óafgreiddur. Hann hefur framkallað tilfinningahlaðna umræðu. Margir sjá þar úldinn fisk undir steini. Það skilur eftir sig tortryggni og ráðvilltan efa. Mikilvægt er því að átta sig á staðreyndum og greina þær frá tilgátum. Við verðum að gera þá kröfu gagnvart okkur sjálfum að treysta frekar staðreyndum en fullyrðingum eða illa rökstuddum getgátum. Það skuldum við Upplýsingunni sem færði okkur Vesturlandabúum mannréttindi, lýðræði og velferð. Orkupakkinn er afleiðing EES-samningsins og orðinn hluti hans skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar; sem sagt með okkar samþykki. Í EES-samningnum er enga undanþágu að finna við því, að orka sé markaðsvara, sem fella má undir regluverk innri markaðsins, hvort heldur hún sé hrein (vatn, vindur, sól) eða unnin úr jarðefnum (kol, olía, gas).Þriðji orkupakkinn Tilgangurinn með þriðja orkupakkanum er að styrkja samkeppni með raforku og gas innan EES og gera markaðinn gagnsærri. Eitt ákvæði lýtur að því að stofna Orkustofnun Evrópu. Í tilskipuninni er ekki að finna neina vísbendingu þess efnis að ACER hafi nokkurt boðvald yfir íslenskum orkumarkaði. Hlutverk hennar er að fella úrskurð í þeim tilfellum sem orkustofnanir innan EES hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál. Einnig kveður pakkinn á um að aðskilja skuli enn frekar milli flutningsaðila (Landsnet hf.) og orkuframleiðanda (Landsvirkjunar). Við fengum undanþágu frá þessu. Þá gæti þurft að gera Orkustofnun sjálfstæðari en hún er. Hvað gerist með orkuverð hérlendis ef svo ólíklega vill til að íslenskur orkumarkaður tengist innri orkumarkaði ESB, þá mun þurfa að semja um það þegar þar að kemur. Orkupakkinn breytir í engu fullum yfirráðum okkar yfir orkuauðlindinni, um leið og við einir ráðum því á hverjum tíma, hvort orkustrengur verður yfirleitt lagður. Við höfum öll ráð í hendi okkar.Þjóðarógn? Það er því óskiljanlegt hvernig hægt er að gera þjóðarógn úr orkupakkanum. Komið hefur fram sú fullyrðing að allt sé í lagi að hafna honum. Ekkert muni gerast. Það er nú svo. Þá myndu tveir fyrri orkupakkar að öllum líkindum falla úr gildi, því þeir mynda eina heild. Það myndi valda okkur miklu andstreymi innan ESB og EES, kannski endalokum þess samnings. Synjun er guðsgjöf þeim sem leggja vilja flest í sölurnar til að gera bæði EES og ESB sem tortryggilegast, jafnvel slíta á tengslin. Styrmir Gunnarsson sagði á fundi að orkupakkinn ógnaði einingu Sjálfstæðisflokksins. Því yrði að koma í veg fyrir hann. Ritstjórinn fyrrverandi er sjálfum sér samkvæmur. Fyrst koma hagsmunir Flokksins, hagsmunir þjóðarinnar sitja aftar á merinni. Þannig hugarfar styðst ekki við staðreyndir undirritaðra skjala, heldur pólitískan hugarburð. Áróður. Af samtölum við andófsmenn má helst ráða, að þeir líti á þennan pakka sem eins konar forsendingu ESB: Trójuhestinn, tálbeituna óttalegu.Orkupakkinn er orðinn hluti af EES Með því að tefla EES-samningnum í tvísýnu þá erum við sem þjóð að spila rússneska rúllettu um framtíð okkar. Ógnir við fullveldi felast ekki í orkupakka. Það er heldur billegur hræðsluáróður. Fullveldi þjóða er merkilegra fyrirbæri en svo. EES-samningurinn er mikilvægasti og jafnframt arðbærasti alþjóðasamningur okkar. Hann er einhver mesta réttarbót sem við höfum fengið. Þeir sem unnu að gerð EES-samningsins gerðu sér fulla grein fyrir því, að án samstöðu hinna EFTA-þjóðanna hefðum við aldrei náð svo hagkvæmum samningi. Við erum ekki sterk sem tvíhliða samningsaðili gagnvart samtökum þjóða eða stórþjóðum. Þá mátti þeim sem að þessum flókna en jafnframt ítarlega samningi komu, og kynntu sér innihald hans, ljóst vera að hann gæti falið í sér valdaframsal. Þetta vildu margir okkar hins vegar ekki vita, vegna mikilvægis samningsins fyrir framtíð þjóðarinnar. Þrátt fyrir hugsanlegt valdaframsal þá styrkir samningurinn fullveldi þjóðarinnar, því hann ásamt aðildinni að NATO, neglir öryggi þjóðarinnar fast við nágranna okkar beggja vegna Atlantshafs. EES er brothættur samningur. Það þarf ekki miklar breytingar að gera þar á til að hann ónýtist. Hann er jú fullgilt vegabréf að innri markaði ESB, með tilgreindum undantekningum. Við höfum þó engin áhrif á ákvarðanir ESB, sem snert geta innihald samningsins, því hann er lifandi og í stöðugri þróun. Það er vissulega nokkuð niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki. Þriðji orkupakkinn er Norðmönnum hins vegar afar mikilvægur. Þeir hljóta að hugsa sinn gang ef við neitum að fella hann inn í íslensk lög. Viðbrögð þeirra geta orðið okkur skeinuhætt. Norðmenn greiða t.d. háar upphæðir fyrir okkur inn í Þróunarsjóð ESB, reglubundin greiðsla sem er eins konar auðlindagjald fyrir hindrunarlausan aðgang að innri markaði ESB. Framtíð EES gæti líka verið í hendi þeirra. Að vera – með, þar liggur auðna okkar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar