Clinch: Sagði þeim að ég myndi setja næsta skot niður Smári Jökull Jónsson skrifar 10. janúar 2019 21:13 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch hefur líklega oft spilað betur en hann gerði í kvöld en þriggja stiga karfan var gríðarlega mikilvæg þegar Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím suður með sjó í kvöld. „Við vorum að spila á móti vinnusömu liði og söknuðum eins af okkar betri leikmönnum í Tiegbe Bamba en aðrir stigu vel upp. Þetta var mikil barátta og mér finnst við enn vera að vinna í okkar málum eftir jólafríið. Við erum búin að leika gegn tveimur ungum og hæfileikaríkum liðum eftir jólin og höfum klárað það vel,“ sagði Clinch þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Hann sagði að það væri góð tilfinning að vera með fjögur stig úr tveimur leikjum á nýju ári. „Við töpuðum fyrir Skallagrím áður en ég kom, þeir eru vel þjálfaðir og það er góð byrjun á árinu að ná í sigra. Mér fannst við hleypa þeim full auðveldlega inn í leikinn á ný og þurfum að bæta okkur í að loka leikjunum.“ „Ég vil líta á jákvæðu hliðarnar, það var mjög jákvætt að sjá (Sigtrygg) Arnar koma inn og spila eins og hann getur því mér finnst hann einn af bestu bakvörðunum í deildinni. Að sjá hann koma spila svona vel í sókninni er frábært fyrir framhaldið í deildinni og bikarinn,“ en Grindvíkingar eiga leik gegn KR í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins síðar í mánuðinum. „Það er stórt fyrir okkur að fá hann svona í gang og Ólafur (Ólafsson) gerði mjög vel í seinni hálfleik, barðist vel og setti niður skot.“ Clinch var aðeins búinn að hitta úr einu af átta þriggja stiga skotum þegar langt var liðið á leikinn en þegar innan við mínúta var eftir setti hann risa stóran þrist sem fór langt með að klára leikinn fyrir heimamenn. „Alltaf þegar ég kom til baka á hliðarlínuna þá hvöttu þjálfararnir mig og liðsfélagarnir sömuleiðis. Þegar ég klikkaði á skotinu á undan því sem ég hitti úr þá sagði ég við þá að ég ætlaði mér að setja næsta niður. Við náðum þessu og það er frábært,“ sagði Clinch brosandi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Lewis Clinch hefur líklega oft spilað betur en hann gerði í kvöld en þriggja stiga karfan var gríðarlega mikilvæg þegar Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím suður með sjó í kvöld. „Við vorum að spila á móti vinnusömu liði og söknuðum eins af okkar betri leikmönnum í Tiegbe Bamba en aðrir stigu vel upp. Þetta var mikil barátta og mér finnst við enn vera að vinna í okkar málum eftir jólafríið. Við erum búin að leika gegn tveimur ungum og hæfileikaríkum liðum eftir jólin og höfum klárað það vel,“ sagði Clinch þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Hann sagði að það væri góð tilfinning að vera með fjögur stig úr tveimur leikjum á nýju ári. „Við töpuðum fyrir Skallagrím áður en ég kom, þeir eru vel þjálfaðir og það er góð byrjun á árinu að ná í sigra. Mér fannst við hleypa þeim full auðveldlega inn í leikinn á ný og þurfum að bæta okkur í að loka leikjunum.“ „Ég vil líta á jákvæðu hliðarnar, það var mjög jákvætt að sjá (Sigtrygg) Arnar koma inn og spila eins og hann getur því mér finnst hann einn af bestu bakvörðunum í deildinni. Að sjá hann koma spila svona vel í sókninni er frábært fyrir framhaldið í deildinni og bikarinn,“ en Grindvíkingar eiga leik gegn KR í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins síðar í mánuðinum. „Það er stórt fyrir okkur að fá hann svona í gang og Ólafur (Ólafsson) gerði mjög vel í seinni hálfleik, barðist vel og setti niður skot.“ Clinch var aðeins búinn að hitta úr einu af átta þriggja stiga skotum þegar langt var liðið á leikinn en þegar innan við mínúta var eftir setti hann risa stóran þrist sem fór langt með að klára leikinn fyrir heimamenn. „Alltaf þegar ég kom til baka á hliðarlínuna þá hvöttu þjálfararnir mig og liðsfélagarnir sömuleiðis. Þegar ég klikkaði á skotinu á undan því sem ég hitti úr þá sagði ég við þá að ég ætlaði mér að setja næsta niður. Við náðum þessu og það er frábært,“ sagði Clinch brosandi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00