Handbolti

Danir kafkeyrðu Sílemenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danir áttu auðveldan dag á skrifstofunni í kvöld
Danir áttu auðveldan dag á skrifstofunni í kvöld vísir/getty
HM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku fer ansi skrautlega af stað en seinni leikur dagsins endaði með 21 marks sigri.

Danir tóku á móti Síle í seinni leik dagsins, en Þjóðverjar unnu Kóreumenn auðveldlega fyrr í dag.

Sílemenn skoruðu fyrsta markið en þeir bættu aðeins þremur mörkum við í fyrri hálfleik á meðan Danir röðuðu inn mörkunum. Staðan í hálfleik var 22-4.

Í seinni hálfleik gátu Danir sett sína bestu menn á bekkinn enda úrslit leiksins ráðin. Sílemenn gátu aðeins lagað stöðuna en leiknum lauk með 17-38 sigri Danmerkur.

Casper Mortensen skoraði átta mörk úr átta skotum fyrir Dani og Mikkel Hansen bætti sjö mörkum við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×