Handbolti

HM í dag: Bratwurst, bjórgarðurinn og þýskir landsliðsmenn með hnetur

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Það verður stuð í Bjórgarðinum á morgun.
Það verður stuð í Bjórgarðinum á morgun. vísir
Þrátt fyrir að vera einn á ferð í München ásamt Sigurði Má tökumanni reynir Tómas Þór Þórðarson að halda uppi heiðri hins ástsæla vefþáttar Vísis, HM/EM í dag en strákarnir okkar í handboltalandsliðinu mæta Króatíu klukkan 17.00 í dag.

Íslendingarnir munu hittast í bjórgarðinum í Ólympíuhöllinni en Tómas skoðaði aðstæður þar fyrir landann er Þjóðverjinn var að klára að setja allt upp. Þarna verður stuð á morgun.

Íslenska landsliðið sjálft er spennandi með unga leikmenn sem þreyta margir frumraun sína á morgun en þeir fá allavega stuðning ríflega 600 Íslendinga. Þeir gætu lent í mótbyr því í München búa yfir 30.000 Króatar.

HM í dag má sjá hér að neðan.

Klippa: HM í dag - Leikdagur á móti Króatíu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×