Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 10:00 Domagoj Duvnjak spilar fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM 2019 í München í dag og mótherjinn er sterkt lið Króata sem komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Króatía á HM 2019 - Króatíska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Svartfjallalandi í umspili um laust sæti á mótinu. Króatía gerði út um þetta í fyrri leiknum sem liðið vann 32-19 á heimavelli. Svartfjallaland vann heimaleikinn fimm dögum síðar með einu marki, 32-31, en var aldrei nálægt því að vinna upp muninn.Landsliðsmenn Króata sjást hér nýkomnir heim með HM-bikarinn eftir að hafa orðið heimsmistarar á HM í Portúgal 2003.Vísir/EPA- Gengi Króata á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er þrettánda heimsmeistaramótið í sögu króatíska landsliðsins eða síðan að landið fékk sjálfsstæði frá Júgóslavíu. Nokkrir Króatar voru í gullaldarliði Júgóslavíu á níunda áratugnum þar á meðal markvörðurinn Mirko Basic. Fyrsta heimsmeistaramót Króatíu var einmitt HM á Íslandi 1995 þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Frökkum. Besti árangur Króata á HM er þegar þeir urðu heimsmeistarar á HM í Portúgal 2013 en liðið vann þá 8 af 9 leikjum sínum og 34-31 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Króatía hefur alls unnið fimm verðlaun á HM, eitt gull (2003), þrjú silfur (1995, 2005, 2009) og eitt brons (2013).- Síðasta stórmót Króata - Króatar héldu Evrópumeistaramótið fyrir ári síðan en urðu að sætta sig við að missa af undanúrslitunum og enda í 5. sætið. Króatar töpuðu aðeins tveimur leikjum á mótinu, 31-35 á móti Svíum í riðlakeppninni og 27-30 á móti Frökkum í milliriðlinum. Þeir unnu síðan Tékklandi 28-27 í leiknum um fimmta sætið. Króatar urðu í fjórða sæti á síðasta HM eftir 28-25 tap í framlengdum leik á móti Noregi í undanúrslitum og 31-30 tap á móti Slóveníu í leiknum um bronsið.Luka Cindric skorar á móti Íslandi á EM í fyrra.Vísir/EPA- Gengið á móti Íslandi á stórmótum -Ísland hefur enn ekki tekist að vinna Króatíu á stórmóti. Þjóðirnar mættust í sjöunda sinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan og Króatar unnu þann leik 29-22. Tvö stærstu töp Íslands á móti Króatíu á stórmótum hafa einmitt komið í síðustu tveimur leikjum því Króatar unnu Ísland með 9 marka mun, 37-28, á EM 2016. Króatar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna og alls sex af sjö leikjum þeirra á stórmótum. Besti árangur íslenska liðsins er 26-26 jafntefli á EM í Austurríki 2010 en þá var Guðmundur Guðmundsson einmitt þjálfari íslenska landsliðsins.Domagoj Duvnjak tók við af Ivano Balic sem aðalstjarna Króata og hér fagnar þeir í leik á móti Íslandi á EM 2010.Vísir/EPA- Stærstu stjörnurnar í liði Króatíu - Leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Kiel er þekktasti leikmaður liðsins en hann er fyrrum besti handboltamaður heims og var valinn í úrvalslið síðasta heimsmeistaramóts. Duvnjak er orðinn þrítugur og er bæði leikjahæstur og markahæstur í króatíska hópnum. Aðrir öflugir leikmenn eru sem dæmi Luka Cindric, leikstórnandi pólska liðsins Vive Kielce og vinstri hornamaðurinn Manuel Strlek sem með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Það má heldur ekki gleyma Luka Stepancic, örvhentri skyttu frá Paris Saint Germain eða reynsluboltanum Zlatko Horvat sem spilar í hægra horninu hjá RK Zagreb. Í leiknum á móti Íslandi á EM í fyrr þá var Luka Cindric markahæstur með sjö mörk og 4 stoðsendingar en hann var þá valin maður leiksins.Lino Cervar er þjálfari Króatíu.Vísir/EPA- Þjálfari Króatíu á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn gamalreyndi Lino Cervar. Cervar er orðinn 68 ára gamall og hefur tvisvar tekið að sér þjálfun króatíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið fyrst á árunum 2002 til 2010 og gerði Króatíu meðal annars að heimsmeisturum árið 2003 og Ólympíumeisturum 2004. Cervar tók síðan aftur við landsliðinu í mars árið 2017 og Evrópumótið í fyrra var hans fyrsta mót eftir það. Undir stjórn Lino Cervar þá komust Króatar þrisvar sinnum í úrslitaleik HM og tvisvar sinnum í úrslitaleik EM auk þess að spila til úrslita á ÓL í Aþenu 2004. Króatía hefur unnið sex verðlaun á stórmótum undir stjórn Lino Cervar, tvenn gullverðlaun og sex silfurverðlaun. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM 2019 í München í dag og mótherjinn er sterkt lið Króata sem komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Króatía á HM 2019 - Króatíska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Svartfjallalandi í umspili um laust sæti á mótinu. Króatía gerði út um þetta í fyrri leiknum sem liðið vann 32-19 á heimavelli. Svartfjallaland vann heimaleikinn fimm dögum síðar með einu marki, 32-31, en var aldrei nálægt því að vinna upp muninn.Landsliðsmenn Króata sjást hér nýkomnir heim með HM-bikarinn eftir að hafa orðið heimsmistarar á HM í Portúgal 2003.Vísir/EPA- Gengi Króata á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er þrettánda heimsmeistaramótið í sögu króatíska landsliðsins eða síðan að landið fékk sjálfsstæði frá Júgóslavíu. Nokkrir Króatar voru í gullaldarliði Júgóslavíu á níunda áratugnum þar á meðal markvörðurinn Mirko Basic. Fyrsta heimsmeistaramót Króatíu var einmitt HM á Íslandi 1995 þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Frökkum. Besti árangur Króata á HM er þegar þeir urðu heimsmeistarar á HM í Portúgal 2013 en liðið vann þá 8 af 9 leikjum sínum og 34-31 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Króatía hefur alls unnið fimm verðlaun á HM, eitt gull (2003), þrjú silfur (1995, 2005, 2009) og eitt brons (2013).- Síðasta stórmót Króata - Króatar héldu Evrópumeistaramótið fyrir ári síðan en urðu að sætta sig við að missa af undanúrslitunum og enda í 5. sætið. Króatar töpuðu aðeins tveimur leikjum á mótinu, 31-35 á móti Svíum í riðlakeppninni og 27-30 á móti Frökkum í milliriðlinum. Þeir unnu síðan Tékklandi 28-27 í leiknum um fimmta sætið. Króatar urðu í fjórða sæti á síðasta HM eftir 28-25 tap í framlengdum leik á móti Noregi í undanúrslitum og 31-30 tap á móti Slóveníu í leiknum um bronsið.Luka Cindric skorar á móti Íslandi á EM í fyrra.Vísir/EPA- Gengið á móti Íslandi á stórmótum -Ísland hefur enn ekki tekist að vinna Króatíu á stórmóti. Þjóðirnar mættust í sjöunda sinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan og Króatar unnu þann leik 29-22. Tvö stærstu töp Íslands á móti Króatíu á stórmótum hafa einmitt komið í síðustu tveimur leikjum því Króatar unnu Ísland með 9 marka mun, 37-28, á EM 2016. Króatar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna og alls sex af sjö leikjum þeirra á stórmótum. Besti árangur íslenska liðsins er 26-26 jafntefli á EM í Austurríki 2010 en þá var Guðmundur Guðmundsson einmitt þjálfari íslenska landsliðsins.Domagoj Duvnjak tók við af Ivano Balic sem aðalstjarna Króata og hér fagnar þeir í leik á móti Íslandi á EM 2010.Vísir/EPA- Stærstu stjörnurnar í liði Króatíu - Leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Kiel er þekktasti leikmaður liðsins en hann er fyrrum besti handboltamaður heims og var valinn í úrvalslið síðasta heimsmeistaramóts. Duvnjak er orðinn þrítugur og er bæði leikjahæstur og markahæstur í króatíska hópnum. Aðrir öflugir leikmenn eru sem dæmi Luka Cindric, leikstórnandi pólska liðsins Vive Kielce og vinstri hornamaðurinn Manuel Strlek sem með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Það má heldur ekki gleyma Luka Stepancic, örvhentri skyttu frá Paris Saint Germain eða reynsluboltanum Zlatko Horvat sem spilar í hægra horninu hjá RK Zagreb. Í leiknum á móti Íslandi á EM í fyrr þá var Luka Cindric markahæstur með sjö mörk og 4 stoðsendingar en hann var þá valin maður leiksins.Lino Cervar er þjálfari Króatíu.Vísir/EPA- Þjálfari Króatíu á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn gamalreyndi Lino Cervar. Cervar er orðinn 68 ára gamall og hefur tvisvar tekið að sér þjálfun króatíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið fyrst á árunum 2002 til 2010 og gerði Króatíu meðal annars að heimsmeisturum árið 2003 og Ólympíumeisturum 2004. Cervar tók síðan aftur við landsliðinu í mars árið 2017 og Evrópumótið í fyrra var hans fyrsta mót eftir það. Undir stjórn Lino Cervar þá komust Króatar þrisvar sinnum í úrslitaleik HM og tvisvar sinnum í úrslitaleik EM auk þess að spila til úrslita á ÓL í Aþenu 2004. Króatía hefur unnið sex verðlaun á stórmótum undir stjórn Lino Cervar, tvenn gullverðlaun og sex silfurverðlaun.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira