Flotið sofandi að feigðarósi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:38 Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar