Flotið sofandi að feigðarósi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2019 12:38 Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir á sjávarútvegssýningar og ráðstefnur hérlendis og erlendis. Rödd Íslands er sterk þegar kemur að málefnum hafsins og verndun lífríkis þess. Aðrar þjóðir líta til okkar ábyrga fiskveiðistjórnarkerfis sem byggir eins og kunnugt er á vísindum og tækni sem Íslenskir vísindamenn hafa þróað á undanförnum áratugum. Þetta viðhorf margra vinaþjóða okkar kom m.a. glögglega fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júní 2017 sem fjallaði um málefni hafsins og Íslensk stjórnvöld tóku virkan þátt í. Fram til þessa höfum við með stolti miðlað okkar reynslu í þessum efnum, m.a. með starfsemi sjávarútvegsskóla SÞ sem rekinn er á Íslandi. Á þessari ímynd byggir markaðsstarf greinarinnar á erlendri grundu í síauknum mæli með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.Erum ekki eina þjóðin Íslendingar eru hinsvegar ekki eina þjóðin sem stendur sig vel í sjávarútvegi og á undanförnum árum hefur samkeppnin vaxið hratt. Ber þar einna helst að nefna Noreg og Rússland sem boðað hafa stórsókn í greininni og stuðningi við hana. Báðar þessar þjóðir sem við erum í beinni samkeppni við veita nú tugmilljörðum í rannsóknir og þróun, byggingu nýrra rannsóknaskipa og endurnýjun fiskveiðiflota. Sama gildir um markaðsstarf en árangur Norðmanna í sölu á eldislaxi er gott dæmi um þá samkeppni sem þeir geta veitt okkur í sölu á sjávarafurðum almennt. Íslendingar eru sannarlega ekki lengur einir um hituna þegar kemur að sölu á fiski og eftir langvinnt sjómannaverkfall árið 2017 megum við ekki við frekari tapi á mörkuðum erlendis.Skringileg ákvörðun ríkisstjórnarinnar Í ljósi ofangreinds kemur það sannarlega á óvart að nú í ársbyrjun 2018 berist fregnir af fyrirhuguðum hópuppsögnum hjá Hafrannsóknarstofnun og samdrætti í rannsóknarstarfi. Aðeins örfáum mánuðum eftir að formenn allra flokka samþykktu að leggja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um kaup á nýju rannsóknarskipi leggja stjórnvöld fram hagræðingarkröfu sem verður að öllum líkindum til þess að rannsóknum Bjarna Sæmundssonar verði hætt og að skipið Árni Friðriksson verði leigður til annarra landa til að mæta kröfum stjórnvalda.Hvað veldur þessari stefnubreytingu stjórnvalda skal ósagt látið en ljóst er að Hafró mun ekki getað leitað að loðnu, síld og makríl á netinu á meðan rannsóknarskipin okkar liggja við höfn eða eru í leigu erlendis. Hér er miklu meira undir en nokkur hundruð milljóna króna hagræðing. Skilaboðin eru táknræn og afleiðingarnar óafturkræfar þegar markaðir tapast vegna skorts á trúverðugleika sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Ég vil því hvetja stjórnvöld til að ýta þessari skammsýni sinni til hliðar og endurskoða ákvörðunina. Það er of mikið í húfi.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar